Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvaðan koma skattarnir ?

Í gær bloggaði ég um hvernig skattpeningum er eytt (sjá hér). Nú skulum við skoða hvaðan skattarnir koma og hvernig það hefur breyst á þessu kjörtímabili. Aftur hef ég tekið upplýsingar af skattur20032007vef fjármálaráðuneytisins.  Skattekjur ríkisins hafa í heild hækkað um tæp 44% síðan 2003 miðað við að fjárlögin 2007 standi lítið breytt.

Langmest hlutfallsleg aukning hefur verið í sköttum á lögaðila þ.e. tekjuskatti fyrirtækja, eða um 219%. Einnig hefur orðið veruleg aukning á skatttekjum einstaklinga og virðisaukaskatti.
 Það er athyglisvert að þar sem skattprósentan hefur verið lækkuð mest, þar hafa skatttekjurnar aukist mest. Það hlýtur að vera mjög jákvætt ef hægt er að lækka skattprósentur með þeim afleiðingum að skatttekjur aukist. Spurningin er hvort við séum komnir niður að vendipunktinum í hinni frægu Laffer-kúrfu sem sýnir tengsl skatttekna og skattprósentu.

Við hljótum að vilja skoða alvarlega hvort við getum ekki gengið lengra í lækkun á skatthlutföllum ef það getur blásið enn meiri krafti í efnahagslífið, ef það hjálpar íslenskum fyrirtækjum enn meira til að stækka og laðar erlend fyrirtæki til landsins. Mér finnst það mikil þröngsýni að vera á móti því að lækka skatthlutföll ef það getur leitt til hærri skatttekna og þannig betri þjónustu um leið og álögur laffercurveá hvern einstakling og hvert fyrirtæki lækkar.

Sumir hægri menn gagnrýna það að skatttekjur hafi aukist sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Ég tek undir að það er þróun sem þarf að snúa við. Það er síðan dáldið fyndið að ríkisstjórn sem talin er mikil hægri stjórn skuli hækka skatttekjur ríkisins og vera gagnrýnd af vinstri mönnum fyrir það!

Fyrir síðust kosningar töldu margir vinstri menn að það ætti ekki að lækka skatthlutföll og jafnvel hækka þau (þetta sama fólk segir reyndar í dag að það myndi ekki hækka skatthlutföll ef þau kæmust til valda núna!!!!).  Það væri gaman að eiga tímavél og geta spólað til baka fjögur ár og athugað hvernig þjóðfélagið hefði þróast ef þessari stefnu hefði verið fylgt.  Það er amk. ljóst að þá hefði ekki verið hægt að auka jafnmikið framlög til velferðarmála og menntamála.  Væri þá betra að eiga heima á Íslandi ?


Í hvað fara skattarnir ?

Hér fyrir neðan er yfirlit um þróun ríkisútgjalda í tíð núverandi stjórnar (tekið af vef fjármálaráðuneytisins). Eftir að hafa lesið allan kosningaáróðurinn í dagblöðunum sem biðu mín rsj20032007meðan ég var erlendis ákvað ég að leita uppi staðreyndir til að reyna að glöggva mig á stöðu mála. 

Í töflunni sést að opinber útgjöld hafa aukist um 31% síðustu 4 ár. Þetta er auðvitað sumpart vegna verðlagshækkana og fólksfjölgunnar. En einnig vegna eflingar atvinnulífsins sem leiðir til hækkunar skatttekna þrátt fyrir að helstu skattprósentur hafi lækkað. 

Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að ríkissjóður hafi sterka tekjustofna svo hægt sé að reka gott velferðarkerfi til að hjálpa þeim sem eru aðstoðar þurfi.

En miðað við að útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála hafa aukist um 37% þá finnst mér það umhugsunarefni ef rétt er að biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu hafi aldrei verið lengri en núna. Þetta fullyrða sumir frambjóðendur um leið og þeir gagnrýna ríkisstjórnina líka fyrir að hafa aukið skatttekjur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.  

Getur verið hægt að halda því fram að opinber þjónusta hafi versnað þegar horft er á þessa auknu fjármuni sem hefur verið varið í hana?



Are you better off now?

Sumir telja að Ronald Reagan hafi unnið sigur á Jimmy Carter í bandarísku forsetakosningunum 1980 með því að spyrja þessarar sömu spurningar, Are you better off now than you were four years ago?”.  Efnahagsástandið vestra þótti slæmt um þær mundir, kjósendur svöruðu NEI og kusu Reagan.

Nú eru íslenskir kjósendur spurðir þessarar sömu spurningar undir öðrum kringumstæðum og meirihlutinn segir JÁ.  Ætli þessi einfalda pólitíska “million dollar question” leiði til þess að íslenska ríkisstjórnin haldi velli 2007 ?


mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn eru SVO ROSALEGA heimskir

Titill þessa bloggs er kunnuglegur frasi hérna á bloggsíðum og víðar.  Mér finnst alltaf að menn séu að setja sig á dáldið háan hest þegar þeir eru að slá fram svona fullyrðingum. Getur verið að þetta sé sprottið af minnimáttarkennd yfirstéttarinnar á meginlandi evrópu? Menntamenn í Evrópu virðast gera sér sérstakt far um að gera mikið úr heimsku bandaríkjamanna og gera lítið úr allri samfélagsgerð þeirra. 

Staðreyndin er hins vegar sú að undanfarna öld hefur Bandaríkjamönnum vegnað mun betur en Evrópubúum. Þar eru allir bestu háskólar í heimi.  Langfelstar kennslubækur sem kenndar eru í háskólum heimsins eru skrifaðar af Bandaríkamönnum.  Flestir nóbelsverðlaunahafar eru Bandarískir o.s.frv.
 Þetta ber ekki vott um áberandi heimsku.

Auðvitað er margt misgáfulegt í þessu landi - en er það ekki víðar? Mörgum finnst þeir vera full yfirgangssamir í heimsmálunum og vissulega er það rétt á stundum. En þó margar aðgerðir þeirra í utanríkismálum séu umdeilanlegar hafa þeir líka oft hrakið frá völdum einræðisstjórnir. Og ekki má gleyma því að Evrópubúar eiga bandaríkjamönnum mikið að þakka frá síðari heimsstyrjöldinni. 

Þjóðartekjur á mann eru mun hærri í bandaríkjunum en í evrópu. Í bandaríkjunum fá menn frekar að njóta verðleika sinna. Ég heyrði einhversstaðar (man ekki hvar) að af 100 ríkustu mönnum í USA sé meirihlutinn úr millistétt, þ.e. menn eins og Bill Gates og Warran Buffet sem hafa haft tækifæri til að vinna sig upp í öflugu og hreyfanlegu hagkerfi.  Í Evrópu eru yfirleitt hærri skattar á einstaklinga sem leiðir til þess að auður safnast frekar upp hjá ríkum fjölskyldum. Erfingjar ættarauðæfa og kóngafólk ýmiskonar er mjög áberandi á lista 100 ríkustu evrópubúa.  

Er ekki rétt að menn hugsi sig aðeins um áður en þeir stimpla alla bandaríkjamenn vitleysinga? 

Minni á ágæta grein Atla Harðarsonar um svipað efni.

Hugsum áður en við hendum

Hvað væri gamli alþýðuflokkurinn með mikið fylgi ef hann hefði haldið sínu striki?  Ég giska á svona 25 - 30% ef hann væri þokkalega mannaður.

Þá væri tækifæri fyrir nýja viðreisnarstjórn.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umfjöllun á heimasíðu Alcan

”Alcan reviewing close results of Iceland Hafnarfjordur public consultation”

Michel Jacques forstjóri Alcan Primary Metal Group þakkar stuðningsmönnum álversins í Hafnarfirði:
"A large proportion of the citizens of Hafnarfjordur support our project and I would like to thank them, as well as all of our ISAL employees, for their invaluable contribution in advancing the development of this project that we believe is beneficial to all stakeholders,"

Jean-Philippe Puig, President of Alcan Primary Metal Europe and Cameroon segir:
"Alcan has recently secured a block of energy and the authorization from the Icelandic Government for the project," 


Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband