Mikil samgöngubót en hefði getað verið enn betri

gjabakkakostir_891872_1029043.jpg Það verður mikil bót að fá þennan malbikaða veg yfir Gjábakkann.  Tæpir 90 kílómetrar eru eftir þessum vegi frá heimili mínu í Árbænum austur í Úthlíð þar sem við eigum annað heimili. Ívið lengra en núverandi vegur en væntanlega fljótfarnari.

Ókosturinn er að þurfa að keyra þessa hlykkjóttu og blindu leið í gegn um þjóðgarðinn fyrir norðan vatnið. Slysahætta á þeirri leið eykst með því að þessi leið verður fjölfarnari en sú gamla.

Ég var hrifnastur af tillögu 3, þ.e. að leggja veg fyrir sunnan vatnið.  Enn er hægt að gera það og líklega verður það einhverntíman að veruleika.  Nýi vegurinn liggur á leið 2 á myndinni hér til hliðar.  Sá gamli er leið 1.

Ég geri ráð fyrir að vegalengdin úr Reykjavík styttist verulega þegar kominn verður vegur fyrir sunnan vatnið.  Þá verður líka hægt að keyra Nesjavallaleiðina frá höfuðborgarsvæðinu inn á þann veg.

Ómar Ragnarsson hafði áhuga á því, sjá hér.

Væri góður vegur austur á Nesjavelli og þaðan suður fyrir vatnið myndi það minnka verulega álagið á veginn yfir Hellisheiði.  Allir sem væru að fara í austanvert Grímsnes, Laugardal og austurhluta Biskupstungna myndu velja þá leið. Þá myndi það minnka verulega umferð um þjóðgarðinn.




mbl.is Lyngdalsheiðarvegur opnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 59599

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband