Það er betra að auðlindir séu í einkaeign

kornslátturNú tala allir um að auðlindir eigi að vera í þjóðareign.  Það er fallegra orð yfir það að ríkið eigi að eignast allar auðlindir landsins.

Hverjar eru auðlindir Íslendinga?  Jú fiskimiðin, tún bændanna, beitilandið þeirra, kornakrar, afréttir, heita vatnið, kalda vatnið, virkjanleg vatnsföll, námur, laxveiðiár, silungsvötn, malartekja, dúntekja og önnur gæði á sjó og landi.

Þetta vill ríkisstjórnin sem sagt allt þjóðnýta með því að breyta stjórnarskránni!

Stjórnarskráin er í mínum huga ekki til þess að tryggja rétt ríkisins eða þjóðarinnar.  Hún er til þess að tryggja réttindi og frelsi einstaklinganna.

En þetta er ekki nýtt í mannkynssögunni. Stalín þjóðnýtti allar auðlindir Sovétríkjanna. Sama gerði Hitler og aðrir alræðissinnar.  Afleiðingarnar hafa hvarvetna verið þær að ríkisvaldið hefur notað þessi yfirráð til að kúga þegnana.

togariKrafan um að auðlindir séu þjóðareign er mest vegna þess ósættis sem hefur verið með kvótakerfið í sjávarútveginum, hvernig kvóta var úthlutað í upphafi og hvernig farið hefur verið með hann síðan. Það er mál sem þarf að taka á sérstaklega en best væri að nýta einkaframtak og séreignarrétt í þeirri atvinnugrein eins og öðrum.

Yfirleitt er það þannig að þegar auðlindir eru í einkaeigu og um þær gilda almennar nýtingarreglur, þá er hugsað vel um þær og þær nýttar vel. Þegar ríkisvaldið á auðlindir eru þær nýttar illa, pólitísk spilling ræður hverjir njóta gæðanna og aðgangur er takmarkaður.

Tökum dæmi um íslensku laxveiðiárnar. Þær eru í eigu einkaaðila sem nýta þær og hafa búið til úr þeim mjög arðbæra atvinnugrein sem skapar marga milljarða í gjaldeyristekjur á hverju ári. Um þær gilda hins vegar almenn lög til að tryggja að ekki sé gengið á fiskistofna.  Ef þessar auðlindir væru í eigu ríkisins þá er ég viss um að arðsemin væri ekki sú sama.

Er ekki nógu mikill kommúnismi að banna litlu jólin í skólunum? Þarf líka líka að þjóðnýta allar auðlindir ?


mbl.is Vill umhverfisrétt í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Embættismenn vantar meiri peninga, þeir halda að það náist með því að ríkið sölsi allt undir sig, t.d. ef þeir fá að leigja út kvótann.

Er það ekki brenglað fyrirkomulag að æðstu völd málaflokka sé ævinlega í höndum á fólki sem hefur starfað hjá ríkinu meira og minna alla sína ævi og hefur enga reynslu né þekkingu á því sem það tekur ákvarðanir um. Jón Bjarnason er einhver skelfilegasta birtingarmynd þess.

Varðandi ríkisleigu, þá líta menna algerlega framhjá því að fjölmargar útgerðir sem fara á hausinn byggja einmitt á leigufyrirkomulagi. Það fyrirkomulag er í eðli sínu óhagkvæmt því viðkomandi útgerð veit aldrei fyrirfram hversu vel eða illa það mun nýta fjárfestingu í dýrum framleiðslutækjum því það veit ekki hvort það muni ná að leigja nóg til sín eða hversu dýrt það muni reynast. Einnig getur útgerðin ekki gert hagstæða sölusamninga því þær geta ekki tryggt kaupanda afurðir af sömu ástæðu, þar af leiðandi fæst lakara verð.

Uppboð leiðir svo til þess að útgerðir slást um kvótann, segjum sem svo að til að byrja með séu þær báðar reknar mjög hagkvæmt. Önnur þarf þó að yfirbjóða hina og borgar því of hátt verð og fer af þeim sökum á hausinn, hin fær ekki kvóta og fer af þeim sökum á hausinn. Ríkið fær sitt til skamms tíma en til lengri tíma dregur ríkið fjármagnið út úr greininni og hún staðnar. Til að geta yfirboðið í kvótann þarf að minnka viðhald, lækka laun, minnka þróun og sölustarfsemi, aðkeypta þjónustu o.s.frv.

Sem sagt skammtíma ríkisleiga á kvóta er einhver versta hugmynd sem þessum kommum getur dottið í hug.

Njáll (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 00:48

2 identicon

Afsakaðu stafsetningarvillurnar, ég gleymdi að lesa yfir. ;-)

Njáll (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 59548

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband