Bókagagnrýni

Bókmenntafrömuðurinn og lestrarhesturinn Þorsteinn Sverrisson fjallar hér á eftir um nokkrar nýjar bækur sem hann hefur lesið undanfarið.

HnifurAbrahams1. Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð ****
Þetta er ágæt bók.  Reyndar svona formúlusaga en engu að síður mjög skemmtileg aflestrar og afar spennandi.  Fléttan kemur að óvart og er ekki fyrirsjáanleg, amk. ekki fyrir mig.  Höfundurinn hefur greinilega lagt mikla vinnu í bókina, en sagan byggir á raunverulegum heimildum í fornum trúarritum kristinna manna og múslima. Að mínu mati er þessi bók alveg á borð við bestu spennubækur af þessum toga svo sem DaVinci Code.


RimlarHugans2. Rimlar Hugans eftir Einar Má Guðmundsson *****
Yndisleg og vel skrifuð bók. Enn eitt listaverkið sem mun halda nafni Einars Más á lofti um ókomin ár.  Verður líklega flokkuð sem ein af bestu bókum hans ásamt Englum Alheimsins. Persónulegur stíllinn er alltaf samur við sig, sá sem les bókina hefur á tilfinningunni að höfundurinn sé sjálfur að tala við sig. Bókin er að sögn Einars byggð á raunverulegum atburðum, raunverulegu fólki, undarlegri og tilviljunarkenndri atburðarás. Þetta er saga um tvo sterka krafta í mannlegri tilveru, ástina og fíknina, hvernig þessir kraftar toga í fólk og hvernig fólk togar í þá.



HimnarikiOgHelviti3. Himnaríki og Helvíti eftir Jón Kalmann Stefánsson **
Ég veit ekki hvað það er við þennan vinsæla og viðkunnalega mann Jón Kalmann en mér hefur aldrei fundist gaman að lesa bækurnar hans.  Hef gert nokkrar tilraunir.  Barðist samt í gegn um þessa, hún byrjar ágætlega og er fín framan af. En um miðja bók verða skil í sögunni og eftir það er sagan bara svona tilgangslaust og stefnulaust hringl sem rennur út í ekki neitt í lokin.  Stíllinn er skemmtilegur á köflum og ég held að Jón Kalmann ætti að reyna fyrir sér sem ljóðskáld. Ef til vill hefur hann gert það án þess að ég viti það.



ThusundBjartarSolir4. Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini, þýdd af Önnu Maríu Hilmarsdóttur *****
Stórkostleg bók um líf tveggja kvenna í Afganistan. Þetta er harmleikur en samt er þráður vonar og fegurðar spunnin inn í alla söguna og endirinn er góður sem betur fer. Sagan veitir okkur innsýn í þetta bilaða þjóðfélag og þær hörmungar sem Afganska þjóðin hefur þurft að ganga í gegn um undanfarna áratugi. Hún er svo sterk að manni finnst eins og um persónur af holdi og blóði sé að ræða þó svo þetta sé skáldskapur. Ég hvet alla til að lesa þessa bók. Hún minnir mann líka á hvað það eru mikil forréttindi að eiga heima á Íslandi þrátt fyrir myrkrið og rigninguna.



OtrulegtEnSatt5. Ripley's, Ótrúlegt en satt ****
Mjög skemmtilegar bækur. Þ.e. ég las tvær bækur með þessu nafni, önnur blá en hin appelsínugul. Þær eru fullar af skemmtilegum og furðulegum staðreyndum um allt milli himins og jarðar. Mikið af myndum er í bókinni. Dæmi um furðufyrirbæri sem fjallað er um:
  • Tanya Streeter kafaði á köfunarbúnaðar niður á 165 metra dýpi árið 2003 !!!
  • Bobby Leech lifði af þegar hann lét sig falla niður Niagara fossana í tunnu en dó skömmu síðar þegar hann rann á bananahýði.
  • David  Blaine var grafinn lifandi í glerkistu í heila viku og innbyrti aðeins fjórar skeiðar af vatni á dag.
  • Dýpsta borhola á jörðinni er í norður Rússlandi, 13 km á dýpt. 
  • Í bænum Coober Pedy í Ástralíu búa 4000 manns í neðanjarðarhellum. Þar eru verslanir, hótel kirkjur o.fl.
  • Vatnajökull sést frá Færeyjum í 547 kílómetra fjarlægð, það er lengsta fjallasýn í heimi.
  • Högl á stærð við hænuegg drápu 25 kínverja árið 2002.
  • Lloyd Scott lauk Edinborgarmaraþoninu árið 2003 í 59 kg þungum kafarabúningi....

Bækur sem ég á eftir að lesa og fæ vonandi í jólagjöf !!!

Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson
Gyrðir hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.  Vonandi get ég lesið hana um jólin.

Englar dauðans eftir Þráinn Bertelsson
Þráinn er mjög skemmtilegur og hugmyndaríkur rithöfundur og mig langar til að lesa þessa bók.

Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson
Langar líka til að lesa þessa bók miðað við umsagnirnar um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mikið er ég kát með þessa bókagagnrýni.    Ég ætla nefnilega að gefa mömmu bókina "Þúsund bjartar sólir" í jólagjöf (ég trúi bara alls ekki að mamma sé lesandi síðunnar þinnar og þessvegna þori ég að skrifa þetta hérna) .... ehmmmm.... ég ætla svo að fá bókina lánaða.   

Takk fyrir !

Anna Einarsdóttir, 20.12.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já endilega gerðu það Anna, ég skal halda kjafti

Þorsteinn Sverrisson, 21.12.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 59599

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband