Ljóshraðinn er stórhættulegur

lsps07_vid_lightspeed_lFólk ætti að varast að ferðast á hraða ljóssins eða hraðar en það. Ekki nóg með að maður geti rekist á banvæn vetnisatóm heldur getur komið fyrir að sá hinn sami fari aftur í tímann eins og kemur fram í þessari limru sem ég heyrði einhverntíman en man ekki hvar?

Svo hraðfleyg er Monika mær
að meira en ljóshraða nær,
og leggi hún í dag,
upp í ljósferðalag,
þá lendir hún aftur í gær.

Það er öruggara að halda sig innan við 90 km/klst. En hver er hraði myrkursins?


mbl.is Sársaukafullt að nálgast ljóshraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hraði myrkur er hinn sami og ljóssins.

Reyndar er "ljóshraði" ekki alveg nógu lýsandi nafn yfir þennan tiltekna hraða (sem táknaður er með 'c' í eðlisfræðinni, eins og í E=mc2), því hljóshraða ætti í rauninni frekar að kalla áhrifahraða. Öfl eins og rafsegulsvið, þyngdarafl og fleira í þeim dúr hefur til dæmis áhrif með sama hraða. Ef sólin hyrfi skyndilega myndi það engin áhrif hafa á jörðina fyrr en eftir u.þ.b. 8 mínútur, svo dæmi sé tekið.

Svo verður þetta reyndar talsverðu flóknara þegar ýmis skammtafræðileg fyrirbæri eru tekin til greina, svosem fyrirbærið sem á ensku nefnist "entanglement".

Ef maður ætlaði að vera algerlega réttur eðlisfræðilega með því að nefna þennan hraða, þá ætti hann að heita "upplýsingahraði", vegna þess að hann er hæsti hraði sem upplýsingar geta farið með. Hægt er að senda áhrif "hraðar en ljósið" þannig séð, en ekki er hægt að senda upplýsingar með þeim hætti vegna þess að útkoman er handahófskennd og er ekki hægt að ákveða fyrirfram. Sumsé, upplýsingar komast ekki hraðar en ljósið í lofttæmi, né þá þyngdarafl, né þá rafsegulmagn, né þá nokkuð annað sem hefur upplýsingagildi að nokkru tagi.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband