Ekki einfalt að reikna þetta út

gaspriceÞað er auðvelt að reikna út í excel að samkeppni kosti of mikið.  Með því að taka alla aðila sem eru að selja olíu nánast hlið við hlið og segja, "Það er auðvitað mikið hagkvæmara að reka bara eina stöð". 

Með sama hætti er hægt að rökstyðja að það sé hægt að fækka matvöruverslunum um helming eða meira, heildsölum, framleiðslufyrirtækjum o.s.frv.

Á þessum rökum m.a. voru hagkerfi kommúnista í Rússlandi og öðrum austantjaldslöndum reist á sínum tíma.

Þ.e. að það sé milku hagkvæmara að láta einhverja gáfaða menn skipuleggja atvinnulífið í smáatriðum til að ná sem mestri hagkvæmni fram.

En sumt er ekki hægt að reikna út.  Ef það er einhver að reka bensínstöð eða verslun við hliðina á þinni verða þú að vera duglegur að finna út leiðir til að reka þitt fyrirtæki með hagkvæmari hætti en hinn eða bjóða upp á betri eða sérhæfðari þjónustu.

Þennan hvata er ekki hægt að reikna út í excel með góðu móti.  En ávinningurinn er samt augljóst í flestu tilvikum.



mbl.is „Samkeppnin kostar helling“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 59601

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband