Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?

kornÍ tillögum stjórnlagaráðs stendur: „Náttúruauðlindir Íslands eiga að vera sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar".

En hvað eru náttúruauðlindir?  Jú það eru fiskimiðin, vatnsorkan, jarðnæði, tún, beitilönd, kornakrar, laxveiðiár, silungsvötn, heitir hverir, rennandi vatn, malarnámur, veiðilendur o.s.frv.

Ég skil þessa tillögu þannig að „eign þjóðarinnar" þýði að ríkisvaldið fari með eignarréttinn.  Þ.e. allur eingnarréttur náttúruauðlinda verði á hendi ráðherra og ríkisstofnana.  Það þyrfti hins vegar að skýra betur.

Í dag eru auðlindir í bland í eigu ríkisins, sveitarfélaga og einstaklinga. Þær auðlindir sem stór sveitarfélög og ríkið hafa haft á sínu forræði hafa mikið verið nýttar til stóriðju og í einhverjum tilvikum hefur nýtingarréttur þeirra verið leigður erlendum aðilum til langs tíma. Dæmi eru um að opinberir aðilar hafi rekið orkufyrirtæki mjög illa og sum eru nærri gjaldþrota. Reynsla okkar af opinberri nýtingu orkuauðlinda er því ekki alltaf góð.

Þær auðlindir sem einkaaðilar t.d. bændur og landeigendur eiga, hafa aftur á móti verið nýttar með fjölbreyttari hætti svo sem í ylrækt, hefðbundnum landbúnaði, fiskeldi, rafmagnsframleiðslu og fleiru. Fjöldi lítilla fyrirtækja sem einkaaðilar á landsbyggðinni hafa byggt upp og nýta orku á fjölbreyttan hátt er meiri en margan grunar.

Ef það á að setja allar auðlindirnar undir forræði ríkisins fá fáir menn hættulega mikið vald yfir öllum auðlindum landsins. Lélegir stjórnmálamenn og embættismenn gætu gert afdrifarík mistök og valdið þjóðinni miklu tjóni. Mikil hætta er á að spilling og flokkshagsmunir hefðu áhrif á ákvarðanir um ráðstöfun auðlinda.

Að mínu mati er betra að efla einkaeignarréttinn á auðlindunum. Hlutverk stjórnvalda á að vera að setja góðar almennar reglur til að tryggja sjálfbærni og eðlilega umgengni. Það er ekki gott að ríkið hafi eftirlit með sjálfu sér. Þá má einnig setja reglur um að enginn einn aðili eigi meira en eitthvað raunhæft hlutfall af öllum auðlindum landsins.

Kvótakerfið í sjávarútvegi var tilraun til þess að nýta kosti eignarréttarfyrirkomulagsins til að skapa hagkvæmi og arðsemi. Það hefur gengið ágætlega en umdeilt er hvernig þessum réttindum var storaúthlutað í upphafi.  Það þarf að taka á því sérstaklega en ég er ekki viss um að lausnin sé að færa ráðstöfunarréttinn til ríkisvaldsins eins og mér sýnist á nýjum lagafrumvörpum.

Dæmi um skynsamlega og vel heppnaða nýtingu auðlinda í einkaeigu eru íslensku laxveiðiárnar. Þar hafa stjórnvöld sett lög og reglur sem skilgreina hvernig auðlindin skuli vera nýtt, hvernig arði sé skipt milli landeiganda o.s.frv. Eigendurnir sjá um að selja veiðileyfi, viðhalda stofninum og fá að sjálfsögðu meiri arð ef þeir gera það vel. Væri þessi auðlind að skila meiri arði í þjóðarbúið ef ríkið ætti allar árnar og ríkisstofnun myndi sjá um að úthluta veiðiréttindum?

Ég hvet alla til að hugsa þessi mál aðeins í víðara samhengi en gert hefur verið. Hugsum t.d. um hvort við getum ekki notað módelið með laxveiðiárnar fyrir orkuauðlindirnar. Sagan sýnir að þjóðum sem hafa nýtt einkaeignarréttinn skynsamlega hefur vegnað betur en þeim sem hafa fylgt þjóðnýtingarstefnu.


mbl.is Ævarandi eign þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Líkt varð mér hugsað, þ.e. eins og þér, Þorsteinn, í meginatrðum, þegar ég heyrði þessa kyndugu frétt i hádeginu. Það er eins og þetta fólk hugsi ekki, eða var það búið að skilgreina "auðlindir" sem einberar sjávarauðlindir? Nei. Þar að auki eiga sjávarbændur einkarétt á veiði á vissu svæði. Og þau tala reyndar líka um orkuauðlindir (t.d. Þorvaldur Gylfason og séra Örn Bárður á Rás 2 í dag, en þeir eru báðir í A-nefnd hins ólöglega stjórnlagaráðs). En jarðhitaréttindi geta ekki öll verið ríkisins né þjóðarinnar. Þeim mun síður vatnsréttindin, það er staðfest allar aldir og enn nýlega (í þjóðlenduúrskurðum og samningum LV við bændur eystra og vegna Blönduvirkjunar), að bændur eða jarðeigendur eiga vatnsréttindi. Mig minnir að þeir eigi þriðjung eða fjórðung allra vatnsréttinda. Og það hefur enginn rétt til að abbast upp á bændur sem virkja sinn bæjarlæk.

Þessi almenna hrákasmíð er því eins og hver önnur útópía, flestar hafa slíkar reynzt óraunhæfar og sjaldan orðið að veruleika nema einna helzt í blóðugum byltingum.

Varla vill pena fólkið í "stjórnlagaráði" bjóða okkur upp á slíkar trakteringar.

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 59550

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband