Skáldfeðgar III

ThorGudmundurAndriÞriðju skáldfeðgarnir í þessari bloggröð eru Thor Vilhjálmsson og Guðmundur Andri Thorsson. Þeir eru sennilega ólíkastir á mynd og kannski ólíkastir rithöfundar þó margt sé líkt með skyldum. 

Guðmundur gefur út bókina Valeyrarvalsinn fyrir þessi jól. Færeyingar gætu sagt um hana að hún sé "eitt satt njótilsi frá enda í annan". Það er ekki vegna þess að spennan sé svo ógurleg eða dramatíkin nísti mann að hjartarótum. Ánægjan kemur þess í stað frá textanum, hughrifunum og augnablikunum sem eru búin til. Sumir kaflarnir eru eins og ljóðabálkar sem líða rólega áfram og þú getur jafnvel gripið niður í textann hvar sem er og byrjað að lesa.

Svo við tölum meira um Færeyjar þá var ég fyrir nokkrum árum staddur á færeyskri málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Þar sem ég stend og horfi á vídeó af grindardrápi sem þarna var haft sem undirspil grindadrapvið myndlistina veit ég ekki fyrr til en Thor stendur við hliðina á mér. Við fórum að spjalla saman. Hann hafði greinilega mikinn áhuga verkunum sem þarna prýddu veggi og þekkti vel til Færeyinganna. Ég man ekki hvort hann tjáði sig eitthvað um grindardrápið en það var blóðugt eins ein myndin hans Mikines sem þarna var til sýnis.

Ég játa að ég hef ekki lesið mikið af bókum Thors og hann hefur ekki höfðað neitt sérstaklega til mín sem rithöfundur. Las þó Grámosann og hef gripið niður í fleiri bækur. Setningarnar eru stundum svo langar og textinn svo margorður að söguþráðurinn týnist í orðskrúðinu. Að mínu mati er Guðmundur Andri föðurbetrungur sem rithöfundur þó hann sé kannski ekki eins í hávegum hafður. Hann skrifar afskaplega fallegan stíl eins og er orðinn hálf kjánalegur frasi hjá gagnrýnendum sem fjalla um bækur hans. Textinn er skýr og þægilegur en samt laus við tilgerð og óþarfa tildur sem er gryfja sem sumir stílsnillingar falla í. Mér finnst Guðmundur reyndar ekki sá yfirburðamaður í textaritun sem sumir tala um. Við eigum sem betur fer marga snillinga á því sviði og hann er einn af þeim.

Það sem er líkt með þeim feðgum er hvað mál þeirra er myndríkt og hvernig þeir skapa stemmingu og augnablik frekar en spennu og drama. Þeir eru málarar sem nota penna í staðin fyrir pensil og pappír í stað striga. Málverkin þeirra hafa samt rólegra yfirbragð en málverkið hans Mikines af grindadrápinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband