Ljóð vikunnar

Síðustu viku lá ég andvaka nokkur kvöld og fór þá að yrkja ljóð undir áhrifum frá Steini Steinarr sem ég var að lesa einu sinni sem oftar.  Þetta ljóð á sér ekki rætur í neinni sérstakri persóunlegri reynslu þó svo að allt sem við hugsum, gerum og segjum sé að einhverju leyti byggt á þeirri skynjun á veruleikanum sem við upplifum í lífinu.

Hrímhvítum augum leit veturinn heiðlöndin breið
og horfði eftir deginum rökkvaða sem var að ljúka.
Úr fjarskanum komum við akandi fámál og leið
eins og fuglar í búri sem eiga sér draum um að strjúka.

Við stöðvuðum bílinn og settumst þar niður um stund,
á steininn sem þegjandi hugsar um allt þetta liðna.
Þó kalt sé í veðri og kvöldið sé mætt á vorn fund,
er kossinn svo heitur að ísmolar hjarta míns þiðna.

150933779_b70b0b34dd

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 59611

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband