Lögmálið um takmarkað val

Líkindafræðin er stundum með ólíkindum. Oft hefur fólk nokkuð góða tilfinningu fyrir því hvað er líklegt og hvað er ólíklegt. En stundum eru líkindi ekki augljós og stríða jafnvel gegn almennri tilfinningu.

Þeir sem spila brids þekkja margir lögmálið um takmarkað val (The principle of restricted choice). Í stuttu máli þá felst það í eftirfarandi fullyrðingu: Ef spilari lætur út spil sem hann getur valið úr röð jafngildra spila þá minnka líkurnar á því að hann sé með hin jafngildu spilin. T.d. ef spilari getur verið með kóng og drottningu og spilar út kóng, þá  minnka líkurnar á því að hann sé með drottninguna líka!

Skoðum spaðaskiptinguna í eftirfarandi dæmi:

 

skipting

Suður sér að það eru fjórir spaðar úti.  Hann spilar áttunni, það kemur lítið spil frá vestri, gosanum svínað og austur tekur á kóng. Næst þegar suður er heima spilar hann sjöunni, aftur kemur lítið spil frá vestri.  Og nú er spurningin, á suður að svína aftur eða taka á ás og freista þess að fella drottninguna?

Lítum aðeins á mögulegar skiptingar þeirra fjögurra spila sem eru úti í upphafi:

likindatafla_4_spil

Vestur er búinn að sýna hundana tvo og austur er búinn að sýna kónginn. Þá eru eftirfarandi skiptingar eftir:

likindatafla_4_spil_b

Upphafslíkurnar á því að austur sé með KQ eru örlítið meiri en að hann sé með kónginn stakan. Engu að síður er það svo að svíning heppnast nærri því helming oftar en þegar reynt er að fella drottninguna. Hvers vegna?

Svarið felst í lögmálinu um takmarkað val. Þegar austur tók fyrri slaginn á kóng gat hann valið um að taka hann á kóng eða drottningu. Að því gefnu spilarar jafn oft á kóng og drottningu í svona stöðu þá líta líkurnar svona út:

likindatafla_4_spil_c

Nú sést að líkurnar á því að svíning skili árangri eru orðnar miklu meiri.  Þetta liggur alls ekki í augum uppi en hefur engu að síður verið sannprófað og er þekkt hjá keppnisspilurnum. Það er ef til vill auðveldast að sannfærast um að þetta sé rétt með því að ímynda sér að það sé óháður dómari við borðið sem límir yfir kónginn og drottninguna miða sem stendur á M (mannspil) þannig að suður getur ekki þekkt spilin í sundur. Suður spilar eins og áður, lætur út áttu og austur drepur á M. Næst þegar suður spilar spaða setur vestur aftur lágt, en nú þarf suður að taka einn möguleika enn með í reikninginn:

likindatafla_4_spil_d

Þ.e. tilvikið þegar austur er með drottninguna staka.  Og nú sjáum við sömu stöðu og áður, þ.e. að svíning skilar betri árangri í um helmingi fleiri tilvika.

Áhrif lögmálsins um takmarkað val kemur einnig vel fram ef við berum spilið að ofan saman við annað spil:

skipting_b
Hér vantar fjögur spil eins og áður, en nú eru það kóngur og gosi sem eru úti en ekki kóngur og drottning. Suður spilar eins, svínar fyrst drottningu og austur tekur á kóng. Spilar svo seinna spaða að heiman og vestur setur lágt. En núna ber svo við að líkindafræðin segir að það sé árangursríkara að taka á ásinn heldur en að svína. Það er vegna þess að þegar austur tók á kónginn hafði hann ekkert val.  Líkurnar á því að austur hafi byrjað með kóng og gosa eru eins og í töflunni að ofan 6,8% en aðeins minni eða 6,2% að hann hafi byrjað með kónginn stakan.

Lögmálið um takmarkað val getur komið upp í brids við ýmsar aðstæður, bæði í sókn og vörn. Ýmsir hafa skrifa um þetta á netinu.  Hér eru nokkrar greinar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Principle_of_restricted_choice_(bridge
http://www.rpbridge.net/4b73.htm 
http://terencereese.tripod.com/the_principle_of_restricted_choice.htm 

Einnig er mjög fróðlegt að lesa um aðra (og líklega frægari) birtingarmynd af lögmálinu um takmarkað val, The Monty Hall problem.
http://en.wikipedia.org/wiki/Monty_Hall_problem 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skil þetta varla.    Líkurnar benda til að ég þurfi að lesa þetta þrisvar.  Mér hefur verið sagt að séu fjögur spil úti séu mestu líkurnar á að þau liggi 2 - 2.  Síðan spilar maður oftast af gömlum vana...... telur slagina, svínar þar sem þarf til að eiga möguleika á að standa spilið o.s.frv.  Sennilega hef ég ekki lesið nóg.  En það er líka kostur..... þá hef ég eitthvað að dunda mér við í ellinni. 

Anna Einarsdóttir, 24.1.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Nei þetta liggur alls ekki í augum uppi !  En ef það eru fjögur spil úti eru um 50% líkur á að þau liggi 3-1 en um 40% líkur á 2-2 skiptingu. Það er endalaust hægt að bæta við sig bridsþekkingu en mestu skiptir þó að hafa gaman af þessu og skemmtilega spilafélaga

Þorsteinn Sverrisson, 29.1.2010 kl. 21:44

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Þetta er mjög vel útskýrt hjá þér Þorsteinn. Flott framsetning, flottar töflur.

Sigurpáll Ingibergsson, 4.2.2010 kl. 10:47

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í þessu tilfelli er ekki spurning að taka á ás, þú tapar aldrei meiru en einum þannig, enda alltaf tapari í sortinni. Með öðrum stategíum er hægt að tapa tveimur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 17:10

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah..., þetta er nú tóm vitleysa í mér  ... en líkurnar eru bestar samt að taka á ás strax, 9/16 að tapa bara einum þannig

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband