14.3.2011 | 21:04
Eflum hagnýta menntun
Áherslur í menntun þurfa að vera réttar. Ef við viljum byggja upp framleiðslugreinar og auka hagvöxt þarf að beina fólki í meira mæli í menntun á sviði tækni og sköpunar.
Allt of margir fara í háskólanám sem er sérsniðið fyrir kaffihúsaspekinga og þá sem hafa gaman af því að rífast hver við annan í fjölmiðlum. Helstu atvinnutækifæri þessa fólks eru í stjórnsýslunni og stoðgreinum ýmiskonar. Afleiðingin er sú að í þessum geirum verður þrýstingur á fleiri störf með tilheyrandi vexti í kerfismennsku og skriffinnsku. Sjálf framleiðslan og verðmætasköpunin líður svo fyrir þetta.
Sumar þjóðir, t.d. í Asíu hafa sett upp styrkjakerfi til að stýra einstaklingum í þær námsgreinar sem nýtast atvinulífinu best. Ég hef heyrt að þetta sé líka gert í Svíþjóð. Stundum finnst manni að þessu sé þveröfugt farið hér á landi.
Þetta er eitthvað fyrir yfirvöld menntamála að hugsa um. Öll menntun er góð en sum er hanýtari en önnur. Þessa staðreynd verður að viðurkenna.
Skólar svara ekki kalli iðnaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.