Ráðherrar ráði þá sem þeir vilja

interviewprep.jpgEru þessi ráðningarferli í opinberar stöður ekki orðin allt of tímafrek og dýr?

Það þarf her sérfræðinga í margra vikna vinnu í hvert skipti sem það er ráðin manneskja í þokkalega opinbera stöðu.

Mat á umsækjendum fyrir hverja ráðningu hlýtur að kosta margar milljónir í hvert skipti.

Fyrir utan peningana sem fara í að búa stöðugt til ný lög, fleiri reglur og starfslýsingar um hvernig eigi að standa að opinberum ráðningum

Svo maður tali ekki um kostnaðinn við að reka nefndir fyrir öll kærumálin þegar einhver telur á sér brotið. Þrátt fyrir allar þessar fínu reglur sem hafa verið búnar til.

Hvers vegna má ráðherra ekki ráða þá sem hann vill ? Hann er lýðræðislega kosinn til að framfylgja ákveðinni stjórnmálastefnu. Það hlýtur að mega treysta dómgreind hans til að ráða fólk í vinnu miðað við allt annað sem ráðherrum er treyst fyrir. 

Fyrir utan það að ef ráðherra verður uppvís af því að ráða ómögulegan starfskraft ófaglega hlýtur það að rýra álit hans og skaða pólitískan feril.

Það er líka lykilatriði að sá sem ræður einhvern til að vinna með sér í mikilvægum verkefnum fái að ráða einstakling sem hann getur hugsað sér að vinna með og treystir.

Það orkar oft tvímælis að ráða hæfasta manninn samkvæmt einhverjum útreikningi í excel. Einn getur verið með margar háskólagráður og langa starfsreynslu. Hefur kannski skrifað fjölda bóka og margar greinar í tímarit. Sá hinn sami getur líka verið hundleiðinlegur, sérhlífinn og þröngsýnn kverúlant.

Svo getur annar umsækjandi verið með færri prófgráður og færri stig í excel. En það getur einmitt verið sá rétti í starfið. Dugleg og greind manneskja sem nær vel til fólks. 


mbl.is Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband