Hugsum áður en við hendum

Útgerðarmenn sem ég þekki eru flestir duglegir og heiðarlegir menn. Hafa metnað fyrir sínum byggðarlögum og hugsa vel um sitt fólk.  En það eru sjálfsagt alltaf til undantekningar.

togariÞó það kunni að vera gallar á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er samt staðreynd að útgerðin hefur líklega aldrei skilað jafn miklum hagnaði í þjóðarbúið.  40 milljarðar á síðasta ári minnir mig.  Aflaverðmæti stærstu skipanna er 2-3 milljaðar.

Við getum breytt kerfinu í þá átt að tengja veiðirétt meira við byggðir. Láta stjórnmálamenn og stofnanir fá meiri völd í úthlutun veiðiréttar.  En við vitum að það mun leiða til óhagræðingar og minni tekna. Fyrir utan togstreituna og óréttlætið sem kæmi þá fram með öðrum hætti.

Við getum inkallað kvóta og boðið hann upp. En það kæmi fram í bókhaldi útgerðarfyrirtækja sem afskrift eigna og þar af leiðandi minni hagnaður og lægri skatttgreiðslur.  Áfram myndu þeir ríkustu geta boðið mest í kvótann á uppboðum. Þá yrði aftur farið að handstýra veiðirétti af stjórnmálamönnum sem við vitum hvernig mun enda.

Flestir muna gamla tíma fyrir daga kvótakerfisins. Þá voru útgerðir víða reknar með tapi. Stöðugt var verið að aðstoða einhver byggðarlög og skatttekjur úr greininni voru litlar.

Útgerðarfyrirtækin okkar í dag eru mörg hver stöndug og starfsemi þeirra orðin alþjóðleg. Pössum okkur að eyðileggja það ekki þó það megi örugglega slípa agnúa af kerfinu.

Beinar skatttekjur ríkisins af útgerð eru líklega tugir milljarðar í dag. Það er hætt við að þær minnkuðu verulega ef opinber miðstýring yrði aukin.

Auk þess má benda á að flest útgerðarfyrirtækin eru með lán hjá Landsbankanum. Ef þau hætta að geta greitt af þeim mun það hafa áhrif á hvort Landsbankinn getur greitt þann þriðjung af IceSave skuldinni sem gert er ráð fyrir.


mbl.is Nálgun í útvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Þorsteinn ég er sammála þér um fólk i sjávarútvegi er almennt hið besta fólk. En í dag er miðstýring í fiskveiðistjórninni. Stýring með kvóta er miðstýring. Þetta kvótakerfi er óréttlátt og stenst ekki jafnréttis lög. Það byggir ekki upp fiskstofnanna og útgerðin safnar gífurlegum skuldum. Eina sem útgerðamenn eru að verja er frjálsa framsalið og einokunina.

Af hverju ekki Sóknarmark sem gerir öllum jafn hátt undir höfði, meiri fiskur berst að landi, raun uppbygging fiskstofnanna og hámarkar afrakstur?  Við eigum frábært kerfi sem búið var að slípa og virkaði vel og var sátt um.

Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 16:22

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Ólafur. Mér finnst ekki vera mikil miðstýring í dag. Þeir sem ekki eiga kvóta geta keypt hann á markaði á sama hátt og þeir sem vilja fara út í ýmsan atvinnurekstur kaupa sér t.d.  hús eða land.   Það er sama hvernig kerfi yrði komið á, það getur aldrei hver sem er byrjað að veiða án þess að leggja í talsverðan kostnað og fylgja þeim takmörkunum sem ávalt þurfa að vera til staðar þar sem auðlindin er takmörkuð.

Sóknarmark hefur þá kosti að þá er afla síður hent og allir geta róið til fiskjar þann tíma sem sækja má. Gallarnir eru hins vegar þeir að nýting atvinnutækjanna verður lélegri og offjárfesting líklegri.  Vinnuálag á fólk gífurlegt á veiðitímanum en lítið þess á milli.   Mér hefur sýnst að flestir séu þeirrar skoðunar að það henti ekki nógu vel sem alsherjar stjórnkerfi.

Annars er ég landkrabbi!

Þorsteinn Sverrisson, 3.4.2011 kl. 12:54

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þorsteinn. Þeir sem ekki eiga kvóta geta bara keypt sér kvóta á markaði? Hvernig getur þú sagt svona. Það er til nóg af húsum og landi en kvóti er takmarkaður og einokunar verndaður. Hvernig getur þú borið þetta saman. Útgerða menn stjórna Hafró og standa í vegi fyrir eðlilegri úthlutun aflaheimilda. Hafa gert þetta síðan 1993 í þeim tilgangi að halda uppi verði á kvóta. Hvernig á að starta útgerð ef ekki sést hagnaður í 30 ár? 

Þú villt óbreytt ástand? Þú villt að við hverfum aftur til miðalda og hefjum hér leiguliða fyrirkomulag? Ég tel mig og mína kynslóð bera ábyrgð á þeim ragnarökum sem við erum í og ég ætla ekki að láta svona fyrirkomulag vera hlutskipti minna afkomenda.

Ef á að vera úthlutun á kvóta á eingöngu að úthluta á markaði og má hver kaupa í einu sem svarar tveim fullfermum í sitt skip. Þá get ég farið að veiða fisk hér á Íslandi eftir að hafa verið útilokaður frá miðunum í 14 ár af hendi LÍÚ manna. Ég hef ekki áhyggjur af að geta ekki skilað hagnaði við slíkar aðstæður. 

Þú segist ekki vera var við miðstýringu. Síðast þegar ég frétti voru eitthundrað manns í vinnu há Fiskistofu með handjárn uppá vasann að eltast við alla glæpamennina í sjávarútvegi.

Ég sé að þú veist ekkert um Íslenska Sóknarmarkið. Hvaða veiði tíma ertu að tala um? það eru alltaf skip að veiða og alltaf fiskur á mörkuðunum. Það er ekki bara fiskur í dag og enginn á morgun. Menn stíla uppá markaðina. Einu sinni var ég einn og hálfan dag úti og skaust inn til að ná rosa verði á skot af ýsu sem ég fékk þegar ég kom út! 

Þú talar um vinnuálag?? Hvað eru margir atvinnulausir núna? Sjómenn eru á sjó til að vinna. Sama á við um fiskverka fólk það veigrar sér ekki við að taka til hendi ef afli berst að landi. Hvaðan heldur þú að peningarnir hafi komið til að byggja þetta þjóðfélag? Frá 9 to 5 í Reykjavik? 

Ég veit að frelsið kemur til með að kosta eitthvað en ekkert í líkingu við það sem við erum að tapa núna í brottkasti. Frelsið gefur okkur aflahrotur sem LÍÚ hefur komið í veg fyrir að við höfum náð. Núna er t.d. ein slík hrota að renna hjá. 

Núna heldur Sjávarútvegur uppi fleiri fjölskyldum sem hafa selt aflaheimildir eða eru að leigja afla heimildir. Ísland hefur ekki efni á að halda slíka hirð Þorsteinn. 

Hvað segir þú þá um að handfærabátar fái að fiska í friði fyrir "ekki miðstýringunni". Eina ástæðan að kvóti var settur á trillurnar var að hækka kvóta verð.

Af hverju er kvóti á Ufsa? Hann er ekki í neinni hættu. Jú til að hann hafi verð í veð fyrir láni í banka. Snýst fiskveiðistjórnun ekki um að hámarka aflann?

Þorsteinn nafni þinn Már reyndi að láta reka mig úr Hampiðjunni fyrir að segja í sjónvarpi 1998 "það er aðeins tvennt sem fær menn til að mæla með Kvótanum ANNARS VEGAR HEIMSKA OG HINS VEGAR GRÆÐGI". Þetta er sannleikur og ekkert nema sannleikur bara spuringi í hvorum flokknum menn eru ef ekki báðum. 

Ólafur Örn Jónsson, 3.4.2011 kl. 15:35

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Jú það eru margar hliðar á þessum málum Ólafur og ég virði þín sjónarmið. Best er að takmarka veiðar sem minnst ef hægt er að koma því við.

Þorsteinn Sverrisson, 3.4.2011 kl. 16:15

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það þarf að rækta miðin og fara með gát en ég er viss um að við megum taka mikið meira en við tökum í dag. Engin er að tala um Olimpískar veiðar eins og kvóta menn segja að við séum að boða.

Ólafur Örn Jónsson, 3.4.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband