Þrúgur reiðinnar

vote_1075999.jpgÞá er það komið í ljós sem maður var farinn að gera sér grein fyrir að yrði. Reiði almennings fékk útrás í NEI krossinun.

Ég sagði á endanum JÁ vegna þess að mér fannst eðlilegt að þingið réði þessu máli fyrst meirihlutinn þar var svona sterkur. Einnig ákvað ég að fylgja ráðum fulltrúanna í samninganefndinni. Þeir höfðu sett sig manna mest inn í málið.

Að sumu leyti er ég samt sáttur við nei svarið. Við brjótumst þá bara þá leið.

Með því að fella samninginn höfum við líklega misst af tækifæri til að leysa þetta mál á viðráðanlegan og fljótlegan hátt.

Það veit þó enginn fyrir víst.

Almenningur spurði kannski:
Hvernig veit ég að það sé ekki bull að við fáum yfir 90% upp í kröfur Landsbankans og þetta kosti bara 32 milljarða?

Eins og bullið um að íslensku bankarnir væri fjármagnaðir til þriggja ára rétt fyrir bankahrunið.

Eins og bullið um að gengislánin væru örugg.

Eins og allt bullið hjá Ríkisstjórninni um Icesve II, 5000 nýju störfin, hagvöxtinn og skjaldborgina.

Fólk er kannski orðið þreytt á að hlusta á þvælu í stjórnmálamönnum, viðskiptaspekúlöntum og háskólasérfræðingum.

Þessum dýrmætu sonum og dætrum landsins sem hafa fengið 20 ára ókeypis menntun hjá þjóðinni.

Fólk leitar aftur í grunngildin þar sem hlutirnir eru einfaldir, skýrir og skiljanlegir.

Þar sem þú þarft ekki að borga annarra manna skuldir.

Lái því hver sem vill.


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki skrýtið, að almenningur skuli ekki kæra sig um að borga skuldir óreiðumannanna, sem settu landið á hausinn. Undarlegt nokk hefur ekkert verið gert, til að taka eignir af þessum útrásarkólfum, sem lifa enn í vellystingum á meðan hinum almenna skattgreiðanda er sagt, að herða sultarólina. Karl Wernersson er t.d. enn eigandi LYF OG HEILSU og fær að stinga ágóðanum af þessum 30 apótekum í eigin vasa. Enginn gerir þá sjálfsögðu kröfu, að hann endurgreiði þjóðinni þá 12 milljarða, sem skattgreiðendur þurftu að greiða, til að bjarga Sjóvá. Bótasjóðurinn, sem hann einfaldlega hirti án leyfis. Hvernig væri að ganga fyrst á eignir þeirra, sem settu landið á hausinn, áður en farið er að blóðmjólka almenning? Gerum þá sjálfsögðu kröfu, að LYF OG HEILSA verði tekin af Karli Wernerssyni og ACTAVIS af Björgófi Thor og svo koll af kolli. Það eru enn miklar eignir í höndum þessarra manna hér á landi, svo ekki sé minnst á það sem leysnist í skattaskjólum.

Steini (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steini: Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða nýlegt dæmi, hver var að kaupa MP banka? Það var Tortolafélag ásamt nokkrum mógúlum sem meðal annars hafa tengsl við Kaupþing. Korteri fyrir hrun var Seðlabankinn settur á hausinn, meðal annars með glórulausu láni til Kaupþings en ca. helmingurinn af þeim peningum fór til Tortola og svipaðir gjörningar fóru fram í Landsbankanum. Þarf eitthvað að ræða það hvort FME og Sérstakur eigi að rannsaka hvaða aðilar standa núna á bakvið starfsleyfið sem MP banki hefur, eða kröfurnar í gömlu bankana? Og þá er ég ekki að meina leppina heldur hina raunverulegu eigendur/kröfuhafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 20:28

3 identicon

Nú eru erfiðir tímar. Ég finn fyrir algjöru vonleysi eftir þessa kosningu. Ég á hreinlega ekki orð yfir þennan forset ):

Sævar Geir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband