Skilyrði fyrir lífi eru margþætt

163940487_fdf0afe00f.jpgÉg var í menntaskóla þegar Cosmos þættirnir frægu voru sýndir í sjónvarpinu. Höfundar þáttana Frank Drake og Carl Sagan töldu það aðeins tímaspurnsmál hvenær líf myndi finnast á öðrum plánetum. Við Frank Drake er kennd hin fræga Drake jafna um líkur á lífi í alheiminum.

Síðan þá hef ég lesið mikið um geimvísindi og leitinni óendanlegu að lífi utan jarðar. Margir vísindamenn telja nú orðið að þróað lífsform sé ekki eins algengt og áður var talið. Frumstætt lífsform kunni að vera til víðar en svo sérstök skilyrði þurfi  fyrir vitsmunalífi að jafnvel þrátt fyrir óravíðáttu himingeimsins séu aðstæður á jörðinni sérstakar.

Biblíutrúmenn hafa hent þessar röksemdir á lofti og telja þær m.a. sönnun þess að Guð hafi skapað jörðina og mannkynið! Það er vissulega hæpið en ég reikna þó með að endanlegar útskýringarnar á lögmálum alheimsins og hinni óskiljanlegu tilveru okkar (ef við fáum einhverntíman að vita þær) séu jafn langt frá eðlisfræðinni og guðfræðinni eins og við þekkjum þær fræðigreinar báðar í dag.

En hér eru nokkur af þeim fjölmörgu skilyrðum sem margir telja að þurfi að vera til staðar til þess að vitsmunalíf eins og við þekkjum það geti orðið til:

Fjarlægð sólkerfa frá miðju vetrarbrautar þarf að vera rétt. Ef hún er of nálægt er geislun of mikil.  Aðeins um 10% af sólkerfum í okkar vetrarbraut uppfylla þetta.

Fjarlægð plánetu frá sól þarf að vera rétt og í lífbeltinu svokallaða. Sé hún of nálægt er of heitt en of kalt ef hún er of langt frá.

Plánetan þarf að hafa málmkjarna.  Annars myndast ekki segulsvið sem ver hana frá geislun sólar. Hann má þó ekki vera of stór.

Plánetan þarf að hafa stórt tungl til að halda möndulhallanum réttum.  Það er reyndar ráðgáta hvernig tunglið okkar myndaðist og hlutfallsleg stærð þess er meiri en við aðrar plánetur sem við  þekkjum.

Í sólkerfinu þarf að vera stór ytri reikistjarna til að verja plánetuna fyrir árekstrum við hluti sem koma inn í sólkerfið.  Júpíter er í þessu hlutverki verndarans í okkar sólkerfi.  Þessi ytri pláneta má þó ekki vera of stór.

Vatn þarf að vera til staðar.

Það þarf að vera nóg af súrefni og hlutfall þess miðað við ýmis önnur frumefni þarf að vera rétt.

Jarðskorpan
þarf að vera af réttri gerð og réttri þykkt. 

Þyngd sólarinnar má ekki vera of mikil og ekki of lítil.

Svona má lengi telja og hægt er að skoða ítarlegri lista hér.


mbl.is Systurpláneta jarðar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Frank Drake var ekki höfundur Cosmos þáttanna en þeir Sagan störfuðu mikið saman. Það er þó aukaatriði sem engu skiptir.

Hvað þarf til að líf geti þrifist er vægast sagt mjög umdeilt. En ef þú hefur gaman að þessu mæli ég með þessari grein http://www.stjornufraedi.is/stjornuliffraedi/thversogn-fermis/

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.12.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já takk. Ég hef lesið þessa grein og les vefinn ykkar oft.

Þorsteinn Sverrisson, 5.12.2011 kl. 21:25

3 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Þessi listi hljómar frekar eins og skilyrði til þess að vitsmunalíf sem svipar til okkar geti orðið til.

Í dag trúa flestir líffræðingar því að helsta skilyrðið fyrir að líf geti orðið til sé að vatn í fljótandi formi sé til staðar. Þess vegna eru svo margir spenntir yfir því hvort að líf gætir fundist undir ísnum á tunglinu Evrópa, sem er í sporbraut um Júpíter, en vísbendingar benda til að fljótandi vatn sé undir ísnum.

Mörg þessara aukaskilyrða eru svo til þess að gera það auðveldara fyrir fjölfrumunga og flóknari lífverur (amöbur < hryggleysingi < spendýr < mannapar) að verða til. Það er nefnilega staðreynd, hér á jörðinni, að því flóknari sem lífveran er, því minna má útá bregða að lífskilyrði þess breytist.

Einar Örn Gissurarson, 6.12.2011 kl. 02:22

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Margar tegundir baktería hafa ekkert með súrefni að gera. Til skamms tíma var talið að allt líf á jörðinni byggðist á ljósháðri frumframleiðslu. Það hefur reynst rangt. Hins vegar þarf allt líf sem við þekkjum vatn á fljótandi formi.

Haraldur Rafn Ingvason, 6.12.2011 kl. 11:22

5 identicon

Ég get skilið menn fyrir hvað.. kannski 100 árum, menn sem körpuðu um hvort sólin keyrði á kolum eða við.. ég get skilið menn fyrir hundruðum ára sem körpuðu um það hvort stjörnur væru gluggarnir hjá guð eða lampar guðs..

Árið 2011, eftir allt það sem við höfum fræðst og séð, óravíddir alheimsins.. ég tel alla menn sem trúa enn á biblíska/yfirnáttúrulega ruglið, ég tel þá vera heimskingja, sjálfselska heimskingja. Sjálfselska er jú það sem menn þurfa einna helst til að falla fyrir boðskap trúarrita: Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þeir trúuðu að tilbiðja sjálfa sig.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 13:34

6 identicon

Hvernig er hægt að tala um systuplánetu, þegar hún hefur fundist í gegn um mælingar en ekki sést í raun og veru. 2 1/2 sinnum stærri, ekkert fylgitungl og engar aðra plánetur í sólkerfinu!

Þetta eru bara getgátur, enda allt í lagi með það, því ef við sendum skilaboð þangað, þá þurfum við að bíða í 12oo ár eftir svari, EF það fynnast vitsmunaverur þar á okkar plani.

Og svo er ekki víst að þeir verði það þróaðir eftir 600 ár, miðað við okkar tíma, að þeir geti tekið við skilaboðum. Allavega höfum við mjög takmarkaða tæni sjálfir, til að taka við skilaboðum.

DoctorE: Kláraðu Litlu gulu hænuna! Núna!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 14:44

7 identicon

Hættu að lesa biblíu V.J, það er fyrsta skrefið út úr myrkum miðöldum og hjátrú

DoctorE (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:04

8 identicon

Ég verð eiginlega að bæta við nokkrum athugasemdum við þennan texta til að byrja með þá er þetta eiginlega allt rétt, tunglið okkar er talið hafa myndast vegna árekstur jarðarinnar og Theiu. Varðandi súrefnishlutfall varðandi aðrar loftegundir, er frekar ruglandi þar sem súrefnishlutfallið hefur verið fremur vaggandi var t.d. 35% á kolatímabilinnu og er núna 21% (minnir mig) og lægst hefur það farið í ca. 15% einnig koltvíoxíð er frekar lágt núna miðað við önnur tímabil (350ppm) var t.d. í kringum 7000 ppm á Kambríum, en í kringum 370ppm á kolatímabilinnu. Þannig að ég tel að hlutfalls súrefnis við aðrar loftegundir sé mjög teygjanlegt.

Jon (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 16:25

9 identicon

Varðandi Júpiter þá minnir mig að að Brian Cox hafi talað um það í þáttunum "Wonders of the solar system" að ný gögn sýni fram á að Júpíter auki líkurnar á árekstri við loftsteina og halastjörnur frekar en að vernda okkur, eins og áður var talið. Júpiter semsagt togi til sína halastjörnur og lofsteina og komi þeim á braut í átt að jörðu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það :)

Bragi (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 21:43

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

DoktorE getur ekki falið englavængina sína. Enda maður á Drottins vegum....

Óskar Arnórsson, 13.12.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband