9.12.2011 | 23:00
Skáldfeđgar I
Ég las nýlega Málverkiđ eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bókin er mjög góđ eins og vćnta mátti. Ólafur er tvímćlalaust einn allra besti rithöfundur okkar af sinni kynslóđ.
Ólafur Jóhann er sonur Ólafs Jóhanns Sigurđssonar skálds. Margt er líkt međ ţeim feđgum eins og stundum hefur veriđ bent á (sjá t.d. hér). Báđir eru alvörugefnir, skrifa myndríkan texta og skapa djúpar persónur.
Ólafur yngri var afburđa námsmađur á sinni tíđ. Ég heyrđi einhverntíman ađ hann vćri eini nemandinn sem hefđi fengiđ 10 í íslenskum stíl í MR. Ţetta veit ég ţó ekki fyrir víst en ţađ er alveg ljóst af bókum Ólafs ađ hann er enginn međalmađur ađ andlegu atgervi. Ţćr eru allar svo vel gerđar og kannski óţćgilega gallalausar ef eitthvađ er hćgt ađ finna ađ ţeim.
Á uppvaxtarárum Ólafs eldri reyndu flestir snjallir námsmenn og ţeir sem voru góđum gáfum gćddir fyrir sér á skáldskaparsviđinu. Seinna meir fćrđist metnađur ţeirra yfir á ţađ ađ ná langt í viđskiptaheiminum. Ţađ er gaman ađ ţví ađ Ólafur yngri hefur sameinađ ţetta hvort tveggja. Hann er í nokkrum sérflokki íslenskra rithöfunda og í raun alţjóđlegur rithöfundur sem skrifar bćkur sínar bćđi á íslensku og ensku.
Mér hefur alltaf fundist Ólafur eldri enn betra ljóđskáld en sagnaskáld. Ađ sumu leyti vanmetinn sem eitt allra besta ljóđskáld íslendinga á 20. öld. Ţetta er úr einu kvćđi hans ef ég man rétt:
Í eftirleit um afrétt fornan
einn ég geng uns birtan dvín.
Ég á langa leiđ ađ baki,
lengri er sú sem bíđur mín.
Í Málverkinu er nokkrum sinnum tekiđ ţannig til orđa ađ birtan dvíni og vísan er einkennandi fyrir margar persónur ţeirra feđga. Ţćr eru einar á ferđ í eftirleitinni löngu um tilveruna, eigin vitund og samvisku. Ţćr verđa stundum meira og meira einar eftir ţví sem fleira fólk blandast inn í líf ţeirra.
Texti Ólafs yngri er líka á köflum mjög ljóđrćnn og ég vona ađ hann skrifi einhverntíman ljóđabók.
Um bloggiđ
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu fćrslur
- Sparnađur í Excel en ekki í alvörunni
- Einrćđa Guđs um framtíđ lífs á Jörđinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmađurinn
- Leitarvélar veita ţjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeđgar III
- Skáldfeđgar II
- Skáldfeđgar I
- Skilyrđi fyrir lífi eru margţćtt
- Lítil saga um verđskanna
- Fjórar vísur um sólarlagiđ viđ Faxaflóa
- Er rétt ađ allar auđlindir séu í ţjóđareign?
- Ţrúgur reiđinnar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.