17.1.2012 | 22:03
Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
Almenn skynsemi segir manni að matur sé heilnæmastur þegar hans er neytt sem næst uppruna sínum. Þetta á t.d. við ávexti, kjöt, fisk og kornmeti.
Eftir því sem matur er meira unnin og fleiri tilbúnum aukaefnum bætt í hann eykst hættan á að þau geti skaðað þig. Þá skiptir engu máli hvort þessi efni séu vottuð af einhverjum stofnunum eða ekki. Við vitum hvað reglugerðir og eftirlit eru skeikul fyrirbrigði.
Mér hefur alltaf fundist merkilegt að bændum sé af heilbrigðisástæðum bannað að selja kjöt af heimaslátruðum lömbum sem oftast eru tekin beint af haganum. Því er borið við að sumir bændur séu ekki nógu snyrtilegir en þá getur kaupandinn altént skoðað aðstæður og metið hættuna.
Svo held ég að náttúruleg óhreinindi séu ágæt í hófi. Þau styrkja ónæmiskerfið og mannskepnan hefur vanist þeim í gegn um aldirnar. Efni úr umhverfinu gefa matvælum einkennandi bragð og keim sem matgæðingum þykir oft eftirsóknarvert.
Eins held ég að ofhreinlæti með stöðugri notkun á klór, þvottalegi og óteljandi hreingerningarefnum sé ekki endilega holt.
Í Færeyjum er öllu fé slátrað í heimahúsum og selt eða gefið. Á myndinni til hægri er Björn Paturson frændi minn í Kolti að fletta eins og þeir kalla það. Færeyingar þurrka gjarnan kjötið í hjöllum og svo er það étið hrátt sem skerpukjöt. Ég hef ekki heyrt af neinum heilbrigðisvandamálum þar í landi af þessum sökum.
Á íslandi er lambakjöt aldrei borðað hrátt en samt telja yfirvöld stórhættulegt að borða kjöt af heimaslátruðu fé.
Í umhyggjusinnaða eftirlitslandinu er margt skrítið.
Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 60049
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við í Eyjum slárum okkar Kindum og borðum bæði hrátt og soðið..Söltum með því salti sem er handbært hverju sinni og allir hraustir..Alt þetta kjatæði með síðasta söludag á vörum er eingöngu til að hafa vöruna dýrari..
Vilhjálmur Stefánsson, 17.1.2012 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.