Eitt sinn skal hver deyja

passifloraÞessi frétt byrjar á því að sett er fram nokkuð sérkennileg rannsóknarniðurstaða: "Þeir sem taka inn svefnlyf eru í mun meiri hættu á að deyja en þeir sem ekki taka slík lyf."

Ég hélt að það væru 100% líkur á að menn deyji hvort sem menn taka svefnlyf eða ekki.

Það hefur reyndar ekkert komið fram ennþá sem afsannar þá fullyrðingu að ég sé ódauðlegur. Samt treysti ég ekki á það.

Ég tek stundum hómópatalyf til að sofa betur.  Það heitir Passiflora og fæst í Heilsuhúsinu. 

Mér er sagt að þessi jurt heiti Garðabrúða á Íslensku.

Og það er hægt að lesa meira hér:  http://www.lyfja.is/Lyf/Natturulyf/Greinar/Gardabruda/

Hugsanlegar aukaverkanir gætu verið andlát eftir mjög langvarandi notkun.


mbl.is Hærri dánartíðni hjá þeim sem taka svefnlyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, þau draga víst úr líkunum á ódauðleika, þessi lyf...

Ásgrímur Hartmannsson, 1.3.2012 kl. 20:22

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þeir sem sofa með eyrnatappa í eyrunum vegna svefnleysis eru sagðir að sumu leyti vera í meiri hættu en þeir sem aldrei sofa. Meiri hætta er á að þeir vakni ekki við reykskynjara en þeir sem eru þegar dánir úr svefnleysi og sem þurfa því ekki að vakna til að fá sér svefnpillu til að geta sofið og vaknað ekki við reykskynjara og geta því ekki dáið aftur.
 
Einn þeirra sem gerði athugasemdir við rannsóknina lagði til að áhrif gæludýra í svefnherbergjum væri rannsökuð ásamt umferðarhávaða og flóttaleiða (veit ekki hvort hann átti við flóttaleiðir frá raunveruleikanum, gæludýrum eða dauða). Svo eru það náttúrlega ofnæmislyfin - og ormalyfin.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2012 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband