10.3.2012 | 00:04
Leitarvélar veita þjónustu
Facebook, Google og aðrar leitarvélar læra að þekkja áhugasvið fólks og raða leitarniðustöðum í samræmi við það.
Þetta þrengir sjóndeildarhringinn segir sérfræðingurinn. Já það kann að vera, en jafnframt er þetta þjónusta við notendur. Ég kann t.d. vel við þegar Amazon bendir mér á bækur útfrá því sem ég hef keypt áður.
Fólk er hvort sem er alltaf með einhverjar fyrirframskilgreindar hugmyndir í kollinum og hagar lífi sínu í samræmi við það. Þeir sem eru að selja vöru reyna alltaf að skynja kaupandann og bjóða það sem hann vill. Bílasali reynir ekki að selja gömlum bónda nýjan sportbíl.
Svona er bara heimurinn og hefur alltaf verið. Það er óþarfi að kenna leitarvélum internetsins um það.
Þrátt fyrir þetta hefur ekkert fyrirbæri í heiminum aukið jafn mikið víðsýni fólks og internetið.
![]() |
Facebook og Google ritstýra netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á það ekki að vera val notandans hvort hann þiggur þessa "þjónustu" eða ekki?
Starbuck, 10.3.2012 kl. 13:34
Persónulega er ég mikið á móti þessari þjónustu, ég nota google mikið í vinnunni sem gerir það að verkum að þegar ég fer að leita eftir einhverju eftir vinnu þá er ég að fá vinnu tengdar niðurstöður, en ekki eitthvað sem ég þarf/vil sjá.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.3.2012 kl. 16:43
Fullt að leitarvélum á netinu, ráðlegg að nota ekki sömu leitarvél heima og í vinnuni t.d þessi
Google + Bing + Ask = Qrobe.it for Firefox 20110814
by qrobe
Qrobe.it searches Google, Bing and Ask simultaneously.Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.