Taflmaðurinn

1019017_08c1_625x1000

Þér finnst þú vera
hrókur alls fagnaðar
í samkvæmum.
Slærð um þig með
bröndurum og
allir hlægja að þér.

Eða þú telur þig vera
riddarann á hvíta
hestinum sem kemur
á harðastökki og
sveiflar prinsessunni
upp í hnakkinn.

Kannski líður þér eins og þú
sért eitrað peð sem allir
óttast eða biskup í
prédikunarstól sem boðar
fagnaðarerindið og fólk
hlustar hugfangið.

Stundum heldur þú jafnvel
að þú sért kóngurinn eða
drottningin og allir vilji
fórna sér fyrir þig.

En þú gleymir því að þú
ert bara taflmaður.

Þú ert ekki skákmaðurinn.

Hann er miklu stærri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er flott

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband