10.3.2007 | 11:08
Tölvunarfræðingar í útrýmingarhættu
Þessi forritunarkeppni er gott framtak og eflir vonandi áhugann á faginu.
Vinnufélagi minni sendi mér þessi gögn frá Hagstofunni. Hér sést fjöldi þeirra sem útskrifast hafa í tölvunarfræði og tengdum greinum frá árinu 1995 - 2005.
Námsleið - Tegund náms | 1995-1996 | 1996-1997 | 1997-1998 | 1998-1999 | 1999-2000 | 2000-2001 | 2001-2002 | 2002-2003 | 2003-2004 | 2004-2005 |
Samtals útskrifaðir úr tölvutengdu námi: | 20 | 18 | 31 | 80 | 128 | 172 | 192 | 159 | 179 | 126 |
Kerfisfræði TVÍ | 55 | 76 | 88 | 60 | 23 | 19 | 14 | |||
Tölvunarfræði BS-próf | 21 | 38 | 65 | 80 | 92 | 59 | ||||
Tölvu- og upplýsingatækni, 1.hluti rafmagnstækni | 7 | |||||||||
Tölvu- og upplýsingatækni B.S. | 6 | 4 | ||||||||
Rekstrarfræði BS, tölvu- og upplýsingatæknibraut | 5 | 3 | ||||||||
Tölvunarfræði BS-próf | 17 | 3 | ||||||||
Rafmagns- og tölvuverkfræði MS | 1 | 5 | 4 | 3 | 8 | |||||
Rekstur fyrirtækja og tölvunot, diplóma HÍ | 1 | 4 | 2 | |||||||
Rekstur tölvukerfa, diplóma | 11 | 3 | 2 | 1 | 3 | |||||
Tölvunarfræði MS-próf, 45 ein. | 7 | |||||||||
Tölvunarfræði BS-próf | 20 | 18 | 31 | 25 | 30 | 29 | 48 | 41 | 31 | 24 |
Tölvunarfræði MS-próf | 4 | 2 | 10 | 1 | ||||||
Umhverfisfræði MS í ltölvunarfræðiskor | 1 |
Eins og sjá má þá hefur útskrifuðum tölvunarfræðingum ekki fjölgað síðustu ár og reyndar fækkaði þeim verulega 2005. Tölur fyrir 2006 eru því miður ekki komnar í Hagstofutölurnar en mínar heimildir herma að ekki sé um mikla aukningu að ræða og þeir árgangar sem nú stunda nám séu ekki að stækka mikið.
Tölvunarfræði er ákveðin grunnmenntun fyrir allan hátækniiðnað þó svo að önnur menntun skipti vissulega miklu máli í því sambandi. Stjórnmálaflokkar vilja efla hátækniiðnað og ástkær Forseti lýðveldisins hvetur fyrirtæki eins og Microsoft og Google til að horfa hingað vegna þess að hér sé svo mikið af hámenntuðu fólki.
En það er hins vegar alveg ljóst að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram að vaxa á sama hraða og undanfarið - og ég tala nú ekki um ef hér fara að hasla sér völl erlend hátæknifyrirtæki - þá verður skortur á tölvunarfræðingum. Þessi skortur er raunar til staðar í dag og atvinnulífið bregst við með því að láta fólk úr öðru fögum vinna hugbúnaðarstörf, t.d. verkfræðinga, stærðfræðinga og jafnvel fólk úr viðskiptanámi - oftast með ágætum árangri þó svo að tölvunarfræðingar myndu án ef vinna þessi störf ef þeir væru nógu margir.
Einnig á líklega eftir að færast í vöxt hérlendis að útvista hugbúnaðarþróun til heimssvæða þar sem launakjör eru lægri og meira framboð af menntuðu fólki. Þetta er orðið algengt erlendis en hentar samt betur við framleiðslu staðlaðs hugbúnaðar heldur en sérsniðinnar þjónustu og ráðgjafar eins og íslenskt atvinnulíf þarfnast fyrst og fremst.
Forritað af kappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna vantar reyndar inn Hugbúnaðarverkfræðingana, en þeir eru nú orðnir nokkrir. En þessi þróun í fjölda er langt frá því að vera nógu góð. Það er mikil vöntun á góðu fólki í greinina. Þetta getur verðið hamlandi fyrir hraða þróunar í hátæknigeiranum hér á landi.
Guðlaugur Kr. Jörundsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 11:52
Íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru auðvitað ekki bundin við að ráða Íslendinga. Sum þeirra eru á leið úr landi að hluta eða öllu leyti, en önnur hafa ráðið útlendinga hingað.
Púkinn, 10.3.2007 kl. 12:03
Ég er sammála ykkur ykkur Púki og Guðlaugur. Við erum með nokkra hugbúnaðarverkfræðinga hjá Kögun sem hafa staðið sig mjög vel. Það á eflaust eftir að koma fleira erlent hugbúnaðarfólk hér til vinnu, bæði beint og óbeint í gegn um útvistun. Ég vonast til þess að íslensk tæknifyrirtæki flytjist ekki frá landinu. Það er aðallega þrennt sem ræður því að mínu mati.
* Í fyrsta lagi þarf rekstrarumhverfið að vera hagstætt, þ.e. lágir skattar og gjöld á fyrirtæki og einstaklinga. Vonandi halda stjórnvöld áfram á þeirri braut sem þau hafa verið með þetta.
* Í öðru lagi þarf að vera öflugt menntakerfi fyrir hátæknigreinar og fleira fólk að stunda þetta nám en nú er.
* Í þriðja lagi þurfa fjarskiptatengingar við útlönd að vera nægilega hraðvirkar og öruggar. Hér hefðu íslensk stjórnvöld þurft að vera sprækari.
Þorsteinn Sverrisson, 10.3.2007 kl. 13:32
Þetta eru merkilegar tölur. Ég kláraði BSc. í tölvunarfræði frá HR árið 2002 og er núna í M.S. námi í tölvunarfræði í Árósum. Hérna er það nánast undantekning ef að menn hætta eftir BSc. gráðuna og halda ekki áfram í M.S. Skv. tölunum hér að ofan eru um 46 manns búnir að ná M.S. gráðu í tölvunarfræði eftir öll þessi ár, það er ekki nógu gott. Nú veit ég ekki hvort að þessar tölur ná til þeirra sem að útskrifast frá erlendum háskóla, sennilega ekki, og vonandi eru það nokkuð margir. Þegar ég var að velja mér háskóla fyrir M.S. námið mitt þá komu HR og HÍ einhvern veginn ekki til greina, fyrir utan áhugann á því að flytja til útlanda þá fannst mér deildirnar þar vera of ungar.
En sem sagt, ekki nægilega góð þróun, vonandi lagast þetta aftur.
Ólafur Helgi Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 17:38
Ég kannast eitthvað við þetta skjal...
Hinrik Már Ásgeirsson, 24.3.2007 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.