Auðlindir þjóðareign?

togariÉg hef verið að spjalla við ýmsa hér á blogginu um hvort rétt sé að setja í stjórnarskrá ákvæði um að allar auðlindir landsins eigi að vera eign þjóðarinnar.

Ég hef komist að því að menn hafa ekki hugsað til enda hvað menn eiga við með hugtakinu "Auðlind".  Algengast er að menn eigi við fiskimiðin í hafinu umhverfis landið.  En auðlindir eru miklu meira, t.d. laxveiðiár, malarnámur, stuðlabergsnámur, heitt og kalt vatn, virkjanleg vatnsföll, skógar, haglendi og jafnvel gróðurmoldin og landið sjálft.

Ég er á móti því að sett sé í stjórnarskrá að auðlindir eigi að vera þjóðareign.

Í fyrsta lagi virðast menn ekki hafa hugsað til enda hvernig þessi hugsanlegi eignarréttur þjóðarinnar (eða ríkisins) eigi að virka gagnvart þeim auðlindum sem í dag eru í einkaeign og enginn ágreiningur hefur verið um. Menn eiga ekki að setja inn í stjórnarskrá texta sem er hægt að túlka á ýmsa vegu eftir því sem hentar stjórnvöldum á hverjum tíma. borhola

Í öðru lagi finnst mér eðlilegra og betra að auðlindir séu í einkaeign en ríkiseign. Einkaeignarréttur hefur almennt reynst mikið betur en þjóðnýting eins og menn vita. Ríkið getur með öðrum hætti sett reglur um skynsamlega nýtingu og góða umgengni við auðlindir ef ástæða er til. Það er reyndar gert í dag.

Stjórnarskráin er í mínum huga ekki til þess að tryggja rétt Ríkisins eða Þjóðarinnar.  Hún er til þess að tryggja réttindi og frelsi einstaklingana.

Mér sýnist að þessi krafa um að auðlindir séu þjóðareign komi fram eingöngu vegna þess ósættis sem hefur verið með kvótakerfið í sjávarútveginum, hvernig kvóta var úthlutað í upphafi og hvernig farið hefur verið með hann síðan. Mér finnst óskynsamlegt að gera óljósar og margtúlkanlegar breytingar á stjórnarskrá út af þessu atriði.  Það er hægt að taka á því sérstaklega ef menn vita á annað borð hvað þeir vilja í því efni.
slattur
Mér finnst afstaða framsóknarflokksins í þessu máli ótrúlega byltingarkennd og ógnvekjandi ef marka má það sem kemur fram á bloggsíðu þeirra www.framsokn.blog.is :
  • "við viljum þjóðareign á auðlindum Íslands, þannig að öllu hugsanlegu eignartilkalli annarra aðila sé hafnað og hnekkt í eitt skipti fyrir öll;
  • við viljum að nýtingarheimildir hafi áfram óbreytta stöðu, þannig að þær verði ekki háðar beinum eignarrétti heldur verði áfram afturkræfur afnotaréttur;
  • við viljum eyða réttaróvissu um þessi málefni."
Nú hefur framsóknarflokkurinn í gegn um tíðina stutt eignarrétt ákveðnar en t.d. þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sér rætur í sósíalisma. En nú vilja þeir í sambandi við allar auðlindir landsins "að öllu hugsanlegu eignartilkalli annarra aðila sé hafnað og hnekkt í eitt skipti fyrir öll" !!! 

Í mínum huga er þetta bara hrein þjóðnýtingarstefna.

Ég trúi varla að þetta sé í reynd afstaða þeirra. 

Og hvað er svo "nýtingarheimild"? og hvað er "afturkræfur afnotaréttur"?
laxveidi
Hvað verður um núverandi eignarrétt einstklinga á auðlindum? Breytist hann í "afturkræfan afnotarétt"? 

Segjum að þessar breytingar yrðu að veruleika sem ég vona að verði ekki. Hver verður þá t.d. réttarstaða einstaklinga (t.d. bænda) sem í dag eiga góða laxveiðiá?  Það er augljóst að áin er auðlind og það segir sig sjálft að hún veður þá orðin þjóðareign og öllu eignartilkalli annarra aðila hafnað.  Þurfa þá fyrri eigendur að sækja um leyfi til að nýta ána hjá Auðlindastofnun Ríkisins?  Fá þeir einhverjar bætur fyrir eignarréttinn sem þeir missa? Getur ríkið ráðstafað nýtingarréttinum til einhverra annarra en eiga ána í dag? Hirðir ríkið (eigandinn) arðinn af auðlindinni? Getur ríkið (eigandinn) ákveðið að virkja ána án þess að þeir sem hafa afnotaréttinn fái neinar bætur?

Þessi hugmynd að gera allar auðlindir landsins að þjóðreign kann að hljóma sakleysislega í eyrum margra en ég held að það sé stórlega varhugavert að setja hana í stjórnarskrá. Eignarréttur er ágætlega skilgreindur þar nú þegar. Breytingar á stjórnarskrá í þessa veru geta auðveldlega leitt til alvarlegra vandamála og valdníðslu ríkisins í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband