24.3.2007 | 00:16
Internetið kemur frá Guði
Sit hérna við borðið í bústaðnum okkar uppi í Úthlíð. Internettengingin er með besta móti núna eftir að hafa verið brokkgeng í vetur. Það er staðreynd að Guð sendi mannkyninu internetið af því að hann elskar okkur öll svo mikið. Til vitnis um þetta þá var það presturinn á Stóra Núpi, Sr. Axel Árnason sem setti hérna upp loftnetið og routerinn fyrir okkur í hittifyrra. Sr. Axel er svona dáldið eins og Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli. Þeir segja að hann sé ekkert bráðfljótur að jarða en þeim mun duglegri við að setja upp nettengingar.
Áðan fórum við í pottinn og sáum frábæra ljósasýningu, norðurljósin dönsuðu á himninum með óvenju miklum látum. Það kom smá snjóél en síðan stytti upp og varð heiðskýrt á köflum þannig að við sáum stjörnur og nýlegt vaxandi tungl.
Þrír keppendur komust áfram í X-Factor. Merklilegt að þar eru tveir skyldir mér, og ég laglaus með öllu! Þeir eru reyndar ekki náskyldir mér, afi Þórdísar mömmu Guðbjargar var Ari Guðmundsson í Borgarnesi, bróðir afa míns Þorsteins Guðmundssonar bónda á Skálpastöðum. Jógvan er svo færeyingur eins og ég er að hálfu þannig að við hljótum að vera dáldið skyldir.
Áðan fórum við í pottinn og sáum frábæra ljósasýningu, norðurljósin dönsuðu á himninum með óvenju miklum látum. Það kom smá snjóél en síðan stytti upp og varð heiðskýrt á köflum þannig að við sáum stjörnur og nýlegt vaxandi tungl.
Þrír keppendur komust áfram í X-Factor. Merklilegt að þar eru tveir skyldir mér, og ég laglaus með öllu! Þeir eru reyndar ekki náskyldir mér, afi Þórdísar mömmu Guðbjargar var Ari Guðmundsson í Borgarnesi, bróðir afa míns Þorsteins Guðmundssonar bónda á Skálpastöðum. Jógvan er svo færeyingur eins og ég er að hálfu þannig að við hljótum að vera dáldið skyldir.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að vita að þú nýtur lífsins... ég er í skólanum þessa helgi með Florence Kennedy að læra um samninga og deilur... það mun verða hundleiðinlegt að semja við mig eftir þetta.
Hinrik Már Ásgeirsson, 24.3.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.