27.4.2007 | 18:22
Barcelona - dagur #1
Lentum í Barcelona um kl 23 í gær og vorum komnir á hótelið um miðnætti. Ferðalagið gekk ágætlega en Unnar og Donni voru samt orðið nokkuð óþreyjufullir undir það síðasta. Fengum okkur snarl á Tapaz bar hérna hjá Hótelinu þegar við komum í gærkvöldi. Strákunum fannst það reyndar ekki góður matur. Hótelið heitir Gran Ducat og er alveg þokkalegt og frábærlega staðsett. Alveg við Katalóníutorgið. Reyndar er mjög hljóðbært á milli herbergja og svo eru greinilega neðanjarðarlestarlestargöng undir húsinu þar sem það hristist reglulega þegar lestin fer í gegn. Hér er þó ágæt þráðlaus internettenging sem er get notað til að skrá inn þetta blogg.
Við vöknuðum í morgun um kl. 9 að staðartíma og fengum okkur morgunmat. Síðan fórum við með neðanjarðarlestini í dýragarðinn og það tók góðan tíma að skoða hann. Við tókum leið L4 (gulu línuna) eins og þegar við Dísa vorum hér í fyrra. Það er alltaf gaman að sjá fjölbreyttar dýrategundir þó svo að maður vorkenni þeim alltaf smávegis að vera lokuð inni í búrum. Við sáum m.a. fjölda apategunda, fugla, fíla, flóðhesta, nashyrninga, gíraffa, ljón, tígrisdýr, blettatígur og antílópur. Löbbuðum niður alla Römbluna í dag og niður í Olympíuþorpið. Vorum að spá í að fara í vatnasafnið en það var svo löng biðröð að við hættum við. Kannski förum við þangað á mánudaginn. Í dag er búið að vera ágætt veður, um 20 stiga hiti en dálítil gjóla og ekkert mjög hlýtt á bersvæði.
Á Römblunni var mikið af sérkennilegum fyrirbærum á vegi okkar. Köttur í tunnu, maðurinn með ljáinn, dvergar, hafmey, púkar og fleiri skrípi. Auk þess fimleikaflokkar, breikarar, tónlistamenn, blómasalar og páfagaukabraskarar. Þá voru á römblunni margir bráðhagir listamenn sem teiknuðu andlitsmyndir af fólki gegn vægu gjaldi. Einn þeirra spreytti sig á Unnari. Síðast en ekki síst hitti Unnar sjálfan Ronaldinho sem sýndi honum nokkra snilldartakta með fótboltanum.
Við fengum okkur ágætan mat niður við höfn og horfðum yfir snekkuhöfnina þar sem sjá mátti mörg glæsileg skip sigla að og frá landi undir verndarhendi Christophers Columbusar, en glæsileg stytta hans gnæfir yfir höfnina hérna.
Hægt að skoða fleiri myndir hér.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá myndir frá ykkur og fylgjast með ferðasögunni.
Þetta verður greinilega ævintýri aldarinnar hjá ungu mönnunum.
Koss og knús til ykkar allra,
Dísa
Dísa (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:58
gg. Skila kveðju til Eiðs :) kv,Jósep
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.