Barcelona - dagur #4 (heimferð með Heimsferðum)

Dagurinn fór í búðarráp á Römblunni, prútt við indverja sem ég er ekkert sérlega góður í. Rútan fór frá hótelinu klukkan 15:45.  Heimferðin var langdregin og við vorum ekki alveg nógu ánægðir með Heimsferðir.

Og nú ætla ég að byrja að nöldra: Rútunni var snúið við til þess að ná í tvo farþega sem voru of seinir frekar en að láta þá taka leigubíl.  Fyrir vikið vorum við seinir á flugvöllinn.  Þar biðum við í biðröð í klukkutíma eftir inrituninni sem gekk ótrúlega hægt. Þar sem við vorum með þeim síðustu gátum við ekki fengið sæti saman nema í öftustu röðinni, við sögðum að það væri í góðu lagi og fengum sæti ABCD í röð 33. Þessar tafir leiddu til þess að við höfðum ekki tíma til að fá okkur snarl á flugvellinum eins og við ætluðum þar sem komið var go-to-gate þegar við komum inn.  Við sögðum sem svo að það væri allt í lagi, við myndum bara kaupa mat í flugvélinni. Þegar við komum í vélina kom í ljós að í henni voru bara 31 sætaröð og sætin okkar þvi ekki til.  Þuftum við að bíða þangað til allir hinir voru sestir en þá gátu flugfreyjurnar sem betur fer reddað okkur sætum ásamt hinum sem höfðu fengið sæti í röð 32 og 33. Þegar komið var að þvi að kaupa mat í vélinni var okkur sagt að það væru bara rækjusamlokur í boði þar sem mistök hefðu átt sér stað í afgreiðslu.  Strákarnir vildu frekar svelta, en við gátum þó keypt muffins og pringles fyrir þá, auk þess sem ég var með smá harðfisk í bakpokanum sem ég hafði keypt á leiðinni út.  Ég held að allur maturinn hafi klárast áður en búið var að bjóða síðustu farþegunum í vélinni mat.

En hvað um það. Það geta alltaf átt sér stað mistök og flugfreyjurnar reyndu að gera eins vel og hægt var. Þetta hefði svo sem getað verið verra eins og maðurinn sagði og ferðin var mjög skemmtileg og okkur gekk vel heim. Við Unnar vorum komnir í Melbæinn um klukkan 10 sem er mjög þægilegur komutími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Heimsferði...úff. Á leiðinni til Búdapest með Heimsferðum var tilkynnt að hægt væri að kaupa hinar ýmsu samlokur, svo byrjuðu freyjurnar fremst og aftast, tók óratíma, við vorum í miðjunni og gátum valið um tvær síðustu samlokurnar, fólkið fyrir framan okkur fékk bara muffins. Á leiðinni heim báðum við um sæti framarlega til að fá eitthvað að borða, ég held að það sama hafi gerst þá. Er þá ekki bara betra að hækka verðið um 1000 kall og gefa matinn...og hafa þá nóg fyrir alla, einfalt reikningsdæmi  fjöldi farþega x samlokur. Þeir eru alltaf að spara í öllu. Óþolandi þegar flugið er 4 tímar.

Gíslína Erlendsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband