22.5.2007 | 21:57
Kolviður
Ég fór á vefinn www.kolvidur.is og athugaði hvað ég þyrfti að gróðursetja margar trjáplöntur til að kolefnisjafna bílinn minn svo ég komist til himnaríkis þegar ég dey. Niðurstaðan kom á óvart. Ef ég gróðurset 58 birkiplöntur binda þær 6 tonn af kolefni. Ein lítil birkiplanta sem lifir þrjá til fjóra mánuði á ári nær að binda ríflega 100 kíló af kolefni, eða næstum því kíló á dag. Mér finnst þetta með nokkrum ólíkindum!! Eða er ég að misskilja eitthvað?
Síðan var mér boðið að greiða 8573 kr. inn á bankareikning til að kolefnisjafna. Ég ákvað samt að bíða aðeins með það. Þetta minnir mig nefnilega dáldið á þegar páfinn í gamla daga var að selja aflátsbréf. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhverntíman í framtíðinni komist menn að þvi að þetta sé röng nálgun á vandamálinu. En kannski skipti ég um skoðun þegar ég verð búinn að kynna mér þetta betur.....
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara málið að fara í Blómaval og kaupa 58 birkiplöntur og planta á sumarbústaðarlóðina, ertu þá ekki nokkuð seif og kemst örugglega til himna ?
Sigrún Þöll, 22.5.2007 kl. 22:32
Hmmm athyglisvert...
Brynja Hjaltadóttir, 22.5.2007 kl. 22:39
Ég er ekki alveg að skilja útreikningana á síðunni þeirra. Samkvæmt reiknivélinni þá koma 5,7 tonn af koldíoxíði úr úrblæstri bílsins míns við brennslu 2.160 l af dísilolíu! Hvernig má þetta vera?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 23:29
hmm...í framhaldi af fyrri hugleiðingu þinni þá er hægt að spyrja: hvað ætli það hafi losað mörg tonn af kolefni að koma upp þessu kolefni.is verkefni?
Annars sef ég vel þ.s. samkvæmt nýjustu fréttum, þá er víst hækkun hita á jörðinni vegna aukinnar geislunar frá sólinni en ekki vegna aukinar kolefnamengunar okkar. Grein um það m.a. í nýjasta Lifandi vísindum, tímaritinu.
ossvo....Álverið í Reyðarfirði mengar víst svipað (í Co2) og 170 þúsund bílar. Hvað ætli það séu margar plöntur sem við Íslendingar verðum að planta þar Guð tekur okkur öll í sátt, og opnar hliðið?
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:49
það endar með að við sjáum ekki skógana fyrir trjánum
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.