Ætli hann hafi átt þetta skilið?

OetzitheIcemanÞað var að sumarlagi fyrir ríflega 5000 árum. Ungur maður var á gangi í fallegum dal í Ölpunum þar sem tungur skriðjöklanna teygja sig niður.  Hann gekk greiðlega enda léttur á fæti, um 165 cm á hæð og 38 kíló að þyngd. Það var komið kvöld og Ötzi var í góðu skapi þegar hann heyrir stein detta á bak við sig.  Hann hægði á sér og leit við, honum fannst í eitt augnablik sem hann sæi mannveru skjótast á bak við hól. En þar sem hér var yfirleitt lítið um mannaferðir dró hann þá ályktun að þetta hlyti að hafa verið geit eða dádýr. Það var enda orðið skuggsýnt og ekki nema hraustir og reyndir ferðamenn sem styttu sér leið hérna yfir jökusporðinn eins og hann ætlaði að gera.  Ötzi hélt því strax áfram þar sem hann vildi komast yfir jökulinn meðan birtu nyti. Þegar hann hafði gengið í skamma stund fékk hann skyndilega högg í bakið og síðan mikinn sting.  Hann missti máttinn og hné niður.  Hann reyndi að líta við en var of máttlaus.  Dofinn og máttvana lagðist hann á grúfu og beið örlaga sinna. Blóð lak úr munnvikinu niður í gráan mosann.

Var Ötzi drepinn af óvinveittum miskunarlausum ræningja sem ágirndist eitthvað sem Ötzi hafi í farteski sínu?

Var morðinginn úr öðrum ættflokki sem áleit Ötzi réttdræpan?

Eða hafði Ötzi sjálfur eitthvað á samviskunni.  Hafði hann farið í annað þorp, drepið mann og stolið mat. Síðan verið eltur af einhverjum sem vildi ná fram hefndum?

Við þessu fæst víst aldrei svar.

http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%96tzi_the_Iceman


mbl.is „Ísmanninum“ blæddi út eftir að hann fékk ör í bakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kannski hefði verið hægt að upplýsa málið ef maðurinn hefði haft vit á að blogga !

Anna Einarsdóttir, 6.6.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Góð Anna mín....alltaf sami heimspekingurinn. Góð saga Steini og legg ég nú til að þú skrifir metsölubækur um hann Ötzi vin þinn.  Kannski ertu Ötzi endurfæddur.....en hlýtur vonandi betri örlög þegar þar að kemur.

Gíslína Erlendsdóttir, 6.6.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mér finnst Ötzi frekar ófríður náungi

Brynja Hjaltadóttir, 7.6.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Annars held ég að Ötzi kallinn hafi ekki verið eins mikil hetja og vísindamenn vilja vera láta.  Mín tilgáta er Þessi:  Hann var að renna sér afturábak á skíðum niður fjallið þegar hann skall á tré.  Klaufinn.

Anna Einarsdóttir, 7.6.2007 kl. 17:15

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já hann er ekki fríður blessaður en skyldu bloggin okkar verða til eftir 5000 ár ?

Þorsteinn Sverrisson, 7.6.2007 kl. 17:20

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vonandi ekki.

Anna Einarsdóttir, 7.6.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband