18.6.2007 | 21:32
Dularfullt símtal (sagan á bak við fréttina)
NN = Dularfullur maður með whiskýrödd
SP = Sally Poulter starfsstúlka hjá Christie's
(Ring, ring...)
SP: Halló
NN: Halló, er þetta hjá Christie's
SP: Jú það passar
NN: Eruð þið með málverkið Waterloobrúin í skýjuðu veðri til sölu?
SP: Já það er einmitt verið að bjóða það upp núna
NN: Ég var að hugsa um að kaupa það
SP: Hver er þetta með leyfi?
NN: Ég gef það ekki upp
SP: Jæja, þá er ég hrædd um að þú getir ekki keypt það
NN: En ef ég býð bara í gegn um símann
SP: Allt í lagi, hvað ætlar þú að bjóða hátt
NN: Ég býð sem svarar 2,2 milljörðum króna
SP: Vá, það er bara eins og 220 milljarðar fyrir myntbreytingu!!!
NN: Dugar það ekki til (hæðnislegur hlátur) ?
SP: Jú ég reikna nú með því
NN: Segðu mér reikningsnúmerið ykkar og ég millifæri þetta í heimabankanum
SP: Það er reikningsnúmer 4055, útibú 115 og höfuðbók 26, kennitala 330403-3489
NN: Bíddu ég finn ekki auðkennislykilinn
SP: Ég er líka alltaf að týna honum, láttu mig þekkja það
NN: Jú hérna er hann, hann hefur dottið af lyklakyppunni. Ég millifæri þá núna
(smá stund)
SP: Þetta er komið
NN: Gott, getur þú sent mér þetta með DHL
SP: Já, hver er addressan
NN: NN, BOX 234, Pósthúsið Hraunbæ 110 Reykjavík Íslandi
SP: Allt í lagi, þetta fer bara núna á eftir
NN: Kærar þakkir fyrir þetta
SP: Takk sömuleiðs, blessaður
NN: Bless
(lagt á)
Málverk eftir Monet seldist á 2,2 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59971
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyld´ann kvíða fyrir símreikningnum ?
Anna Einarsdóttir, 18.6.2007 kl. 22:37
Sagan segir að hann hafi hringt með Skype
Þorsteinn Sverrisson, 18.6.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.