Sumarnótt

bogfogþó dalalæðan yfir

mýrinni væri þögul

vöknuðu hestarnir

á bakkanum
 

þegar rauðdvergarnir

hófu að smíða

sólarskipin

og fleyta þeim út á

lækinn

á móti feimnum

morgninum við

endann á fjallinu

það voru bara síðustu

tvö sem festust í

sefinu við hólmann

og dönsuðu þar

twoí takt við hreyfingar

vatnsins

hin flutu hratt áfram

eftir ljósrákum

þangað til straumurinn

í flúðunum leysti þau

upp í glitrandi gulldropa

við vorum ein á ferð þessa nótt

(úr óútkominni ljóðabók bloggritara)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

VÁ !  Láttu mig vita þegar hún kemur út og gefðu mér líka afslátt þegar ég kaupi hana.   Mjög flott.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband