18.11.2007 | 15:29
Barþjónusta á Grand Hótel og þjónusta víðar
Smá nöldur núna...
Við fórum ásamt fleira starfsfólki Kögunar og mökum á villibráðarhlaðborð á hinu glæsilega Grand hóteli í gær. Samkoman tókst mjög vel og maturinn var góður. Þjónustan í matnum var líka mjög góð. Eftir að formlegri dagskrá lauk fóru margir fram á barinn til að kaupa sér veigar. Það var margt um manninn þarna og greinilega fleiri hópar með samkomur á hótelinu.
Á barnum voru tveir afgreiðslumenn, virtust vera af indverskum ættum. Þeir töluðu enga íslensku, lélega ensku og virtust auk þess vera mjög óvanir barstörfum. Þeir kunnu ekki á afgreiðslukassann og annar hvor eða báðir hlupu oft í burtu einhverra erinda meðan hópur fólks beið. Það er alveg klárt mál að hótelið hefur orðið af stórfé með því að manna barinn ekki betur. Því miður sýnist mér að þjónustu sé almennt að hraka hérlendis.
Ég hef talsvert þurft að fara í verslanir undanfarið þar sem við erum að taka húsið okkar í gegn. Mér finnst þjónustu almennt hafa hrakað mjög. Það er greinilega mikil starfsmannavelta í verslunum og hending ef maður hittir á mann sem hefur eitthvað vit á vörunni sem hann er að selja. Tölvupóstum er mjög sjaldan svarað og það er afskaplega erfitt að fá ráðgjöf og upplýsingar símleiðis. Ef maður hringir í mann í verslun og hann segist ætla að skoða eitthvað og hringja svo til baka, þá eru svona 10% líkur á því að hann hringi.
Við höfum lent í allsskonar ruglingi með afgreiðslu og nú situm við t.d. uppi með fjórar stórar rennihurðir fyrir fataskápa sem komu með sendingu umfram það sem pantað var!!! Smiðurinn sem ætlar að setja upp skápana kemur í næstu viku og ég ætla að sjá til hvernig hitt gengur upp áður en ég fer að skila þeim.
Hver er skýringin á þess? Örugglega leiðir þenslan til þess að að það er erfiðara að fá stöðugt og gott fólk í þjónustustörf. Svo getur líka verið að samþjöppun á eignarhaldi verslana í ákveðnum geirum geri það að verkum að eigendur komast upp með lélega þjónustu.
Við fórum ásamt fleira starfsfólki Kögunar og mökum á villibráðarhlaðborð á hinu glæsilega Grand hóteli í gær. Samkoman tókst mjög vel og maturinn var góður. Þjónustan í matnum var líka mjög góð. Eftir að formlegri dagskrá lauk fóru margir fram á barinn til að kaupa sér veigar. Það var margt um manninn þarna og greinilega fleiri hópar með samkomur á hótelinu.
Á barnum voru tveir afgreiðslumenn, virtust vera af indverskum ættum. Þeir töluðu enga íslensku, lélega ensku og virtust auk þess vera mjög óvanir barstörfum. Þeir kunnu ekki á afgreiðslukassann og annar hvor eða báðir hlupu oft í burtu einhverra erinda meðan hópur fólks beið. Það er alveg klárt mál að hótelið hefur orðið af stórfé með því að manna barinn ekki betur. Því miður sýnist mér að þjónustu sé almennt að hraka hérlendis.
Ég hef talsvert þurft að fara í verslanir undanfarið þar sem við erum að taka húsið okkar í gegn. Mér finnst þjónustu almennt hafa hrakað mjög. Það er greinilega mikil starfsmannavelta í verslunum og hending ef maður hittir á mann sem hefur eitthvað vit á vörunni sem hann er að selja. Tölvupóstum er mjög sjaldan svarað og það er afskaplega erfitt að fá ráðgjöf og upplýsingar símleiðis. Ef maður hringir í mann í verslun og hann segist ætla að skoða eitthvað og hringja svo til baka, þá eru svona 10% líkur á því að hann hringi.
Við höfum lent í allsskonar ruglingi með afgreiðslu og nú situm við t.d. uppi með fjórar stórar rennihurðir fyrir fataskápa sem komu með sendingu umfram það sem pantað var!!! Smiðurinn sem ætlar að setja upp skápana kemur í næstu viku og ég ætla að sjá til hvernig hitt gengur upp áður en ég fer að skila þeim.
Hver er skýringin á þess? Örugglega leiðir þenslan til þess að að það er erfiðara að fá stöðugt og gott fólk í þjónustustörf. Svo getur líka verið að samþjöppun á eignarhaldi verslana í ákveðnum geirum geri það að verkum að eigendur komast upp með lélega þjónustu.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.