2.2.2008 | 20:03
Mikines á Kjarvalsstöðum
Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning á málverkum Færeyska listmálarans Sámal Joensen-Mikines. Mikines er tvímælalaust frægasti málari Færeyinga fyrr og síðar. Hann er fæddur 1906 í vestustu eyju Færeyja, Mykinesi, þar sem þá var ríflega 100 manna byggð. Hann tók sér síðar nafn eyjunnar sem eftirnafn enda var mannlífið og náttúran þar uppspretta flestra verka hans.
Ævi Mikines var ekki blómum skrýdd enda glímdi hann löngum við þunglyndi og áfengissýki auk þess sem hann þjáðist af psoriasis þannig að á köflum var hann ófær um að mála. Hann gifitst tvisvar og skildi jafn oft. Þegar Mikines var á þrítugsaldri dóu tvö yngri systkyni hans úr berklum. Árið 1933 fórust 43 færeyskir sjómenn í óveðri á leið af Íslandsmiðum, þar af sjö frá Mykinesi, allt ættingjar eða vinir málarans.
List Mikines er sprottin upp úr þessu umhverfi. Frægustu málverk hans og þau sem orka sterkast á mann lýsa sorg, söknuði og harmi á ótrúlega áhrifamikinn hátt. Annars gældi hann við margar listastefnur og verk hans eru mjög fjölbreytt, sum harmræn, önnur björt en bera öll sterk höfundareinkenni.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru sýnd 49 málverk og í þeim hópi eru flest frægustu verk meistarans. Ég hvet alla til missa ekki af þessu tækifæri og skoða sýninguna sem stendur til 6 apríl.
Fyri jarðarferð
Mykineskona
Saknur
Grindardráp
Morgunsól
Kumlagynnan brýtur
Dunga Hans Pauli
Mikines málaði portret af langafa
bloggritara. Við erum samt ekkert
sérlega líkir, eða hvað!
Ævi Mikines var ekki blómum skrýdd enda glímdi hann löngum við þunglyndi og áfengissýki auk þess sem hann þjáðist af psoriasis þannig að á köflum var hann ófær um að mála. Hann gifitst tvisvar og skildi jafn oft. Þegar Mikines var á þrítugsaldri dóu tvö yngri systkyni hans úr berklum. Árið 1933 fórust 43 færeyskir sjómenn í óveðri á leið af Íslandsmiðum, þar af sjö frá Mykinesi, allt ættingjar eða vinir málarans.
List Mikines er sprottin upp úr þessu umhverfi. Frægustu málverk hans og þau sem orka sterkast á mann lýsa sorg, söknuði og harmi á ótrúlega áhrifamikinn hátt. Annars gældi hann við margar listastefnur og verk hans eru mjög fjölbreytt, sum harmræn, önnur björt en bera öll sterk höfundareinkenni.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru sýnd 49 málverk og í þeim hópi eru flest frægustu verk meistarans. Ég hvet alla til missa ekki af þessu tækifæri og skoða sýninguna sem stendur til 6 apríl.
Fyri jarðarferð
Mykineskona
Saknur
Grindardráp
Morgunsól
Kumlagynnan brýtur
Dunga Hans Pauli
Mikines málaði portret af langafa
bloggritara. Við erum samt ekkert
sérlega líkir, eða hvað!
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu þá færeyskur í aðra ættina og frá Mikinesi?
Það er ættarsvipur með ykkur, yfirvaraskegg á þér myndi gera ykkur líkari.
Sigurpáll Ingibergsson, 3.2.2008 kl. 21:02
Já ég er færeyskur í aðra ætt, reyndar ekki frá Mykinesi heldur Kirkjubæ, Jóannes Paturson langafi minn á myndinni bjó þar. Ég þarf að prófa að safna yfirvaraskeggi:)
Þorsteinn Sverrisson, 4.2.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.