19.2.2008 | 19:26
Er ályktunin rétt?
Stundum finnst mér menn draga rangar ályktanir í svona rannsóknum. Foreldrar sem hafa þá eiginleika að haga sér vel, læra og aðlagast eru að sjálfsögðu miklu líklegri til þess að taka sameiginlega þátt í uppeldi barna sinna. Þetta eru síðan hæfileikar sem erfast og þar af leiðandi er líklegra að börn þessara foreldra hafi sömu eiginleika.
Foreldrar sem hafa litla aðlögunarhæfni, haga sér illa og læra lítið hljóta að vera miklu líklegri til að skilja og þar af leiðandi sjaldnar sem þeir ala börn sín sameiginlega upp. Þessir þættir erfast síðan líka til barna þessa fólks.
Sem sagt, það er mjög mikilvægt að draga ekki ályktun um orsök og afleiðingu þegar sömu þættir geta haft áhrif á hvort tveggja.
Einu sinni var gerð rannsókn sem sýndi að tíðni berklasjúklinga í Arizona var mun hærri en í öðrum ríkjum. Þýddi það að það var eitthvað í umhverfinu í Arizona sem ýtti undir berkla? Nei, þegar betur var að gáð kom í ljós að loftslag í Arizona var mjög hollt fyrir berklasjúklinga og þess vegna fluttu margir þeirra þangað og þá varð tíðni þeirra hærri en í öðrum ríkjum.
Einu sinni sýndi rannsókn að flestir stjórnmálaleiðtogar (karlkyns) voru elstu synir foreldra sinna. Þá var dregin sú ályktun að þeir hefðu þroskað með sér leiðtogahæfileika í ljósi þess að þeir voru elstir. En þá benti einhver glöggur maður á þá einföldu staðreynd að flestir synir eru elstu synir !!!
Pabbar auka hamingjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þessi rannsókn kannski líka sýna fram á að betra er að hafa fleiri en einn uppalanda, gætu verið 2 karlar eða 2 konur til dæmis.
En niðurstaðan er bara styrking á þeirri skoðun sem maður hefur haft hingað til.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.2.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.