27.3.2008 | 17:01
Góðkynja og illkynja viðskiptahalli
Í sambandi við þessa frétt rifja ég upp grein sem ég las fyrir nokkru eftir Guðmund Ólafsson hagfræðing. þar segir hann að til sé bæði góðkynja og illkynja viðskiptahalli. Illkynja viðskiptahalli er t.d. þegar ríkissjóður er rekinn með miklum halla og opinberir aðilar stofna til mikillar skuldasöfnunar. Um góðkynja viðskiptahalla segir Guðmundur hins vegar:
"Öðru máli gegnir um viðskiptahalla sem kominn er til vegna þess að útlendingar eru fúsir að lána íslenskum einkafyrirtækjum. Verði hinn innlendi skuldunautur ekki gjaldfær, þá er það fyrst og fremst vandamál hins erlenda lánardrottins, sem tekið hefur á sig áhættu í íslensku atvinnulífi með slíkum lánveitingum. Raunar má segja að erlend skuldasöfnun einkafyrirtækja sé fyrst og fremst merki um góða trú útlendra fjárfesta á íslensku efnahagslífi og ætti mikill viðskiptahalli af þessum toga því að vera merki um styrka stöðu krónunnar. Jafnframt er ljóst að með erlendum lántökum eru einkafyrirtæki að flytja út áhættu, sem almennt leiðir til meiri stöðugleika og minni hættu á verðbólgu. Flestir hagfræðingar eru sammála um að viðskiptahalli og erlendar skuldir af þessu tagi séu ekki áhyggjuefni, aðalatriðið að fyrirtækin noti hið erlenda lánstraust til uppbyggilegra hluta."
Miðað við þetta er íslenski viðskiptahallinn frekar góðkynja enda eðlilegt þegar þjóðfélög eru að vaxa í efnahag og fólksfjölda að það sé viðskiptahalli. Ég heyrði líka einhverstaðar að það hefði verið stanslaus viðskiptahalli í Bandaríkjunum meira og minna í 200 ár þegar þau voru að byggjast upp.
Öll greinin er hér.
Guðmundur kenndi mér stærðfræði á Laugarvatni á árunum 1980-1984. Hann var afburða kennari og eftirminnileg persóna. Kann ég þó fáar sannanir í diffur- og tegurreikningi ennþá.
Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, virðist hvergi vera gert ráð fyrir svona í kerfinu. ER með allar tryggingar, búin að athuga, viðlagasjóð, bjargráðasjóð og bara allt sem mér dettur í hug. Lögfræðingurinn okkar segir vonlaust að reyna að sækja eitthvað á fasteignasalann, sveitarfélagsins(byggingarfulltrúi), þann sem byggði húsið eða sem við keyptum af. Þannig að ... Þakka þér fyrir kærlega fyrir að láta þér ekki standa á sama. Reikningsnúmerið er inni í athugasemdum á færslunni um "Hlýhug" sem er fyrir neðan færsluna sem þú commentaðir á. E.T.v sjá hana einhverjir þar.
Bestu kveðjur Bylgja
Bylgja Hafþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.