Practice what you preach

AlGoreMansionMargir hafa gagnrýnt Al Gore fyrir hræsni og yfirdrepskap.  Hvernig getur maður sem ferðast um allan heiminn í einkaþotum, lifir glamúrlífi í veislum og á dýrum hótelum, sagt öðrum að þeir eigi að draga úr mengun og ganga betur um umhverfið?

Sjálfsagt er málefnið þarft en það fer yfirleitt betur á því að þeir sem eru að breiða út einhvern boðskap temji sér lífsstíl við hæfi og gangi á undan með góðu fordæmi.

Bent hefur verið á að Al Gore á risavillu í Belle Meade, Nashville. Á hverjum mánuði notar þessi glæsivilla meira rafmagn en meðalheimili í Bandaríkjunum á heilu ári. Á sama tíma hefur Gore hvatt landa sína til að draga úr rafmagnsnotkun.
mbl.is Boðað til fundar með Al Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

http://reynir.blog.is/blog/reynir/entry/489190/

Reynir Jóhannesson, 29.3.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Rétt hjá þér Þorsteinn, og ekki bara þessi rafmagnsfreka risavilla heldur líka floti af stórum og bensínfrekum bílum sem eru í hans eign.

Eins hef ég heyrt að hann hefur aflað mikilla auðæfa með sölu á carbondioxide kvótum.

Málefni hans er gott, en virðist lítið fara eftir því sjálfur

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 29.3.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Einar, að borða í veislum og gista á hótelum mengar víst umhverifið.  Öll neysla mengar umhverfið.  Þó mengunin sé ekki alltaf bein og sýnileg þá er efnahagsvél heimsins ein samfeld hringekja og er alltaf að lokum knúinn áfram af brennslu eldneytis og notkun hráefnis. Það er lifistandardinn sem veldur mengun og í hvert skipti sem við borðum mat, þiggjum laun, kaupum föt, sofnum í góðu rúmi og gerum annað sem knýr efnahagsvélina þá erum við að menga - beint eða óbeint. Álbræðsla, hótelrekstur, endurskoðun og hugbúnaðargerð eru t.d. allt atvinnugreinar sem eiga jafn mikla sök á mengun þótt þær séu ekki á sama stað í efnahagskeðjunni.

Þorsteinn Sverrisson, 30.3.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband