Stöðnun í golfinu

Við spiluðum Grafarholtið í kvöld í mjög góðu veðri.  Ég er í smá vandræðum með sveifluna, húkka mikið, sérstaklega teighöggin. Brynjar Geirsson golfkennari sagði mér að það væri vegna þess að ég kem of mikið utan á boltann í högginu.  Ég veit að það er rétt en á erfitt með að venja mig af þessu. 

Grafarholtsvöllurinn er ágætur núna.  Miklu betri en í fyrravor en þá voru sumar flatirnar mjög illa farnar. Gróandinn er óvenjumikill miðað við árstíma.  Við sáum gæs með unga við 16. teig sem ég held að hljóti að vera óvenjulegt í byrjun júni.  Eitt af því sem gerir Grafarholtið skemmtilegt eru allir fuglarnir, hér er þó ekki átt við fuglana i skorinu, amk ekki í mínu tilviki, heldur hina. Í kvöld sá ég fyrir utan gæsirnar, lóur, spóa, stokkendur, óðinshana, tjald og hrossagauk.

Ég ætla að reyna að vera duglegur að skrá inn skorið á www.golf.is núna í sumar. Eins og sést á þessu yfirliti þá er ég frekar staðnaður.  Hef verið í rúmlega 20 í mörg ár.  Ég hef heldur ekki lagt mikinn metnað í golfið en veit að ég gæti lækkað mig talsvert ef ég myndi spila aðeins meira og æfa mig.

forgjof

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband