24.8.2008 | 19:08
Íþróttahelgi
Jæja ég hljóp maraþon í gær - eða næstum því! 10 kílómetra. Þetta var stórskemmtilegt. Hópurinn lagði af stað klukkan 9:30. Maður komst hægt áfram til að byrja með, en þegar komið var upp á Suðurgötuna fór aðeins að teygjast úr þvögunni. Ég var með þeim síðustu úr marki en skv hlaup.is var ég númer 1112 í röðinni í mark á 57:47 en mældur tími á flögunni, sem er í reynd réttur tími var 56:13. Ef ég hefði verið í fremstu línunni af stað hefði ég endað í kring um 910 sætið. Keppendur voru alls um 3000!
Ég hef ekki hlaupið áður með tónlist í eyrunum en núna fékk ég lánaðan ipodinn hjá Unnari syni mínum. Ég hlóð inn á hann völdum lögum með Rolling Stones, Springsteen og fleirum. Ég er ekki frá því að það hafi gefið mér nokkurn aukakraft. Ég fékk maraþonmyndina hér til hliðar hjá Kjartani Pétri Sigurðssyni bloggvini mínum til að skreyta þennan pistil (hún er reyndar frá því í fyrra).
Í morgun vöknuðum við svo fyrir átta til að horfa á gullleikinn. Hann endaði ekki eins og maður hefði helst viljað en auðvitað er þetta frábær árangur hjá svona lítilli þjóð. Þetta er annað silfrið sem íslendingar hafa fengið í sögunnni. Auk þess höfum við fengið tvö brons.
Íslandingar monta sig gjarnan af því að þeir séu bestir miðað við höfðatölu. Það er þó alls ekki svo með fjölda verðalaunapeninga á Olympíuleikum. Tölfræðin sýnir að margar aðrar þjóðir hafa náð mun betri árangri er við, jafnvel þó miðað sé við höfðatölu eins og sjá má hér. Þannig hafa Norðmenn fengið 145 medalíur og eru þó ekki nema um 5 milljónir talsins. Jamaíkabúar sem ég skrifaði um um daginn eru um 2,6 milljónir en eiga 53 verðlaun. Svíar eru afburða góðir íþróttamenn, hafa unnið 475 medalíur, um 9 milljónir. Ef Íslendingar væru jafnokar Svía hefðum við unnið 16 sinnum til verðlauna á Olympíuleikum.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.