Að lesa minningargrein um sjálfan sig

KrossSteve Jobs er heppinn. Ég hef oft verið að hugsa um hvað það er mikil synd að þeir sem skrifað er um í minningargreinum missi af því að geta lesið um hvað þeir hafi verið dásamlegir og hvað allir hafa horft á þá með miklum aðdáunaraugum. Kannski er það stundum svo að enginn hefur lagt gott orð til mannsins þangað til hann er fallinn frá.  Þá eru allir einstök, góðmenni, hetjur, dugnaðarforkar og snillingar.

Stundum finnst mér reyndar að þeir sem skrifa minningargreinar séu að vekja meiri athygli á sjálfum sér en þeim látna.  Að þeir hafi nú þekkt þennan merkismann, unnið með honum, verið góðir vinir hans og þeir hafi nú brallað margt skemmtilegt saman.

Ég veit ekki um nokkurn Íslending sem hefur fengið að lesa minningargreinar um sjálfan sig.  Ef til vill hefur það þó einhverntíman gerst. Hvað með Hvolsvellinginn sem birtist fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið talinn af í mörg ár?  Ég veit ekki hvort um hann voru skrifaðar minningargreinar en það kann að vera.

Kannski hefur Geir Haarde líka verið með minningargreinina sína um þann merka mann Sigurbjörn biskup tilbúna í skúffunni. Altént birist hún mjög stuttu eftir andlátsfréttina í dag. Sigurbjörn lifði það reyndar að vera hampað mjög í lifanda lífi - enda átti hann það skilið.
mbl.is Andlát Steve Jobs „stórlega ýkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er einn hængur á þeirri hugmynd þinni að við lesum minningagreinar okkar fyrir andlátið.  Þá hefur maður ekkert til að hlakka til þegar maður deyr ! 

Anna Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

OK, ég skil þig Anna, eða ég held það! Þú lofar að skrifa fallega minningargrein um mig er það ekki?

Annars veit ég ekki hvað þetta er með daginn í dag.  Sigurbjörn biskup deyr, Dalai Lama lagður fársjúkur inn á spítala, og ég er hálfslappur sjálfur...

Þorsteinn Sverrisson, 28.8.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Kostuleg pæling - ég gæti ekki hugsað mér að lesa minningargrein um sjálfa mig. Ég færi örugglega bara reið og sár yfir móðuna mikklu  

En ég hef verulegar áhyggjur af þér strákur - þetta er nottla há alvarlegt mál að biskup deyr.. Dalai sé fárveikur og þú slappur

Linda Lea Bogadóttir, 29.8.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Man ekki nákvæmlega hvernig það var en í kringum áttatíu og eitthvað, komst það einhvernvegin í hámæli með munnmælasögum, (því internet né sms var til staðar) að vinsæll veðurfréttamaður að nafni Trausti á RÚV, hafi dáið.

Fór held ég ekki svo langt að minningargrein hafi birst, enda þeir hjá morgunblaðinu mjög stífir á því að fólk skuli vera látið áður en bókstafleg minningargrein sé birt.

Vona samt að Þorsteinn muni jafna sig á slappleika

Þórarinn Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Takk fyrir hlýhug og kveðjur Linda og Þórarinn.  Ég er miklu frískari í dag!

Þorsteinn Sverrisson, 29.8.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband