Hvar eru allir?

big_earHvernig stendur á því að stöðug leit mannkynsins að vitsmunalífi utan jarðarinnar í langan tíma hefur engan árangur borið? Auðvitað getur verið þrautin þyngri að ná sambandi við einhvern sem er í tugi eða hundraða ljósára fjarlægð.  Það getur stundum verið nógu erfitt að ná sambandi við sína nánustu.

Við höfum þó markvisst verið að fylgjast með radíóbylgjum utan úr geimnum undanfarna þrjá áratugi eða svo. Jarðarbúar hafa einnig um nokkurt skeið sent út radíómerki sem  væri hægt að greina með sambærilegri tækni og við ráðum yfir, í meira en 100 ljósára fjarlægð.

Horfum aðeins til himins.  Í vetrarbrautinni okkar eru talin vera um 2,5 x 1011 sólkerfi og um 7 x 1022  í öllum sýnilega alheiminum. Jafvel þó vitsmunalíf hefði aðeins þróast á örlitlu broti pláneta í þessum sólkerfum ættu að vera einhver fyrirbæri þarna úti sem eru jafn forvitin og við og geta beitt sambærilegri tækni til að skyggnast út í alheiminn.  En samt sem áður, ekkert hljóð, ekki múkk neins staðar, grafarþögn !!

wow-signalÞað er sem sagt ansi þægileg vinna hjá þeim sem sitja í stjórnstöðinni hjá SETI stofnuninni og bíða eftir því að það komi skiljanleg merki utan úr geimnum.  Tvisvar hafa menn talið sig geta greint mögulega vitsmunaleg munstur í radíóbylgjum. Í fyrra skiptið árið 1977 þegar svokallað WOW merki kom fram á Big Ear stjörnuathugunarstöðinni í Ohio. Seinna tilvikið var árið 2003 þegar Radio source SHGb02+14a merkið sem fannst við greiningu hjá SETI stofnuninni. Í báðum tilvikum hafa þessi merki verið úrskurðuð ómarktæk við nánari skoðun.

Þessi vöktun á radíómerkjum undanfarna áratugi hefur sum sé ekki skilað neinum árangri. Vísindamenn hafa því velt fyrir sér fleiri möguleikum til að greina þróað líf í öðrum sólkerfum. Sumir telja að með öflugum tækjum utan gufuhvolfsins væri með lifrófsgreiningu mögulegt að mæla lífræn efnasambönd, svo sem metan og súrefni, jafnvel koltvísýring og mengandi lofttegundir sem verða til í iðnaðarframleiðslu. 

bracewell_probeÞá hafa verið settar fram kenningar um að verur sem hafa náð langt í tækniþróun ættu að geta verið færar um að búa til svokölluð Von Neuman tæki (Von Neuman probes) sem væru send út í geiminn í leit að lífi.  Þessi tæki myndu vera lítil og sparneytin. Nýta orku frá sólum og orkubeltum, t.d. þyngdarsviðum stórra stjarna. Tækin hefðu þann eiginleika að geta gert eftirmyndir af sjálfu sér (replicators), þ.e. fjölgað sér líkt og lífverur og þau hefðu samskipti sín á milli með ljósmerkjum eða radíógeislum. Sumir halda því fram að sé vitsmunalíf algengt hljóti ýmsum samfélögum að hafa tekist þetta. En sé sú raunin ættum við líka að verða vör við eitthvað svona dót. Reyndar hafa geimvísindastofanir verið að svipast um eftir tækjum á borð við þessi í sólkerfinu okkar alveg síðan 1950.  En það er sama sagan, ekkert finnst.

Önnur skemmtileg tilgáta um hvernig hægt væri að bera kennsl á vitsmunalíf í öðrum sólkerfum hefur Dyson_sphereverið sett fram af dr. Freeman Dyson. Hugmyndin byggir á því að það sé eðli allra tæknisamfélaga að auka stöðugt  orkuneyslu sína. Háþróaðar lífverur á plánetum fari smátt og smátt að nýta alla mögulega orku frá nærliggjandi sól og m.a. smíða mikið magn af einskonar fljúgandi geimvirkjunum (Dyson sphere) sem myndu umkringja sólina eins nálægt henni og hægt væri komast.  Afleiðingin yrði sú að útgeislun viðkomandi sólar væri mjög trufluð af þessum virkjunum og sú truflun yrði greinanleg með stjörnusjónaukum annarrs staðar í geimnum.  Þrátt fyrir að ekki sé ólíklegt að einhversstaðar hafi tækni getað þróast með þessum hætti sé líf í geimnum algengt, og að við höfum stöðugt verið að glápa á stjörnur með stöðugt fullkomnari græjum undanfarin 100 ár eða svo, þá höfum við samt aldrei séð hin minnustu merki um þetta. 

En hvers vegna heyrum við ekkert og sjáum ekkert?  Hvers vegna hefur mannkynið ekki fundið eina einustu marktæka vísbendingu um líf utan jarðarinnar? Þessi ráðgáta er oft köllið The Fermi Paradox eftir ítalska eðlisfræðingnum Enrico Fermi.  Það hafa verið settar fram ýmsar kenningar til að skýra þess ráðgátu, sumar vísindalegar, aðrar heimspekilegar eða trúarlegar og enn aðrar skáldsagnakenndar. Hér á eftir fjalla ég um nokkrar þeirra.

1. Vitsmunalíf er afar sjáldgæft og jafnvel bara bundið við Jörðina
Ástæðan fyrir því að ég fór að pæla í þessari ráðgátu núna (hef reyndar alltaf verið forvitinn um þessi mál) er sú að ég las nýlega stórmerkilega bók, Rare Earth, eftir Peter Ward og Donald Browniee. Í bókinni er spiral_galaxyþví haldið fram að svo mörg flókin, sérstök og samverkandi skilyrði hafi orðið til þess að þróað líf varð til á jörðinni, að líkurnar á því að það sama geti gerst í öðrum sólkerfum séu hverfandi, jafnvel þó reiknað sé með öllum þeim aragrúa sólkerfa sem við getum séð.

Fyrir það fyrsta stafi það mikilli geislun frá miðju hverrar vetrarbrautar að það sé aðeins í útjöðrum hennar sem aðstæður geti skapast fyrir þróað líf. Höfundarnir telja að aðeins um 5% af sólkerfum okkar vetrarbrautar sé byggilegt vegna geislunar. 

Annað skilyrði er stærð sólarinnar. Án þess að ég fari út í það nánar þá færa þeir rök fyrir því að ef sólin okkar væri aðeins stærri eða aðeins minni væri þróað líf í sólkerfinu óhugsandi. 

Þriðja skilyrðið er fljótandi vatn, en til þess að það geti verið til staðar þarf viðkomandi pláneta að vera í ákveðnu þröngu belti frá sólinni, ca +/-5% fjarlægð jarðarinnar frá sólu.

Fjórða skilyrðið er tunglið, okkar tungl er einstakt og ólíkt öðrum tunglum sem við þekkjum, en ef þess nyti ekki við væri það mikið ójafnvægi í ferli jarðarinnar umhverfis sólina að ekki hefðu skapast aðstæður earth_and_moonfyrir þróað líf.   Þeir leiða einnig líkum að því að það sé hæpið að líf hefði geta þróast ef sjávarfallanna vegna tunglsins nyti ekki við.

Fimmta skilyrðið er skjöldurinn okkar, risinn Júpíter, sem hefur svo stórt þyngdarsvið að hann dregur til sín nánast allar stórar halastjörnur og loftsteina sem koma inn í sólkerfið og myndu tortíma öllu lífi ef þeir lentu á Jörðinni.

Fleiri þætti nefna höfundarnir, svo sem segulsviðið, málmríkan kjarna jarðarinnar og jarðflekana sem nauðsynlegar forsendur fyrir þróuðu lífi. Og niðurstaðan er sem sagt sú að jafnvel þó frumstætt líf geti verið mjög algengt þá þurfi að vera til staðar mjög sérstakar aðstæður til þess að fjölfrumungar og síðan vitmunalíf nái að þróast.

Þeir benda líka á þann möguleika að vitsmunalíf hafi þróast einhverstaðar en skilyrði fyrir tækniþróun og iðnþróun ekki verið fyrir hendi eins og á jörðinni þar sem við höfum haft aðgang að gífulegum auðlindum af lífrænu eldsneyti. Það er enginn vafi á því að mannkynið væri ekki iðnvætt og líklega ekki fært um geimrannsóknir ef þróun jarðarinnar hefði verið með þeim hætti að olíuauðlindir hefðu ekki orðið til.

2. Vitsmunalíf útrýmir sjálfu sér á mjög stuttum tíma
Þeir sem halda fram þessari kenningu segja að samkeppni og valdabarátta séu drifkraftur þróunar á tæknisamfélögum.  Venjulega líði því mjög stuttur tími frá því að tæknisamfélög komast á það stig að geta farið að gera vart við sig í himingeimnum þangað til þau eru búin að nota þessa sömu tækni til að útrýma sjálfum sér.  Þetta er heldur óskemmtileg kenning fyrir okkur jarðarbúa en engu að síður sjáum við vísbendingar um að hún kunni að vera sönn. 

3. Einhver eyðir skipulega öllu lífi í alheiminum
Þessi hugmynd byggir á því að einhverjar verur hafi náð slíku þróunarlegu forskoti að þær eyði skipulega öllu vitsmunalífi á stóru svæði áður en þeim fer að standa ógn af því. Þetta er algengt minni í alien_terminatorvísindaskáldsögum en engu að síður hefur þessi möguleiki líka verið skoðaður af vísindamönnum.

Gagnrýnendur spyrja þá hvers vegna þessar verur séu ekki fyrir löngu búnar að eyða öllu lífi á jörðinni!  Skýringin gæti verið sú að við séum einfaldlega ekki talin vera orðin svo merkileg að það taki því að eyða orku í okkur.  Eða við séum einhvernvegin svo afskekkt að við höfum ekki fundist ennþá! 

Ef menn teldu þessa kenningu almennt líklega myndum við varla vera að standa í því að senda merki út í geiminn til að vekja athygli á okkur.  Þvert á móti væri þá betra að láta sem minnst á sér bera.  Það er einmitt líka annar angi þessarar kenningar, þ.e. að vitsmunasamfélög reyni beinlínis að láta ekki bera á sér til að forðast einhver hættuleg öfl sem gætu ollið þeim skaða. En við erum ennþá svo vitlaus að við gólum út í heiminn af öllum kröftum án nokkurrar fyrirhyggju!

4. Við erum einstök, sköpuð af Guði
Allir þekkja sköpunarsögu Biblíunnar.  Svonefndir sköpunarsinnar halda því fram að maðurinn sé skapaður af Guði og s6_b1_michelangelo_500óhugsandi sé að jafn göfugar verur hafi þróast af sjálfu sér uppúr líflausri efnasúpu. Þessum skoðunum hefur vaxið fiskur um hrygg vestanhafs á undanförnum árum en eru litnar hornauga af vísindasamfélaginu. Engu að síður er það svo að jafnvel hámenntaðir menn hafa reynt að rökstyðja þessa skoðun og telja að þróunarkenning Darwins útskýri ekki til fulls hvernig flóknar lífverur hafi orðið til. Þekkt þrætuepli er t.d. fullyrðing þeirra um að líffæri eins og auga geti ekki hafa þróast yfir langt tímabil, "Hvaða samkeppnislegt forskot hefur lífvera af hálfu auga" spyrja þeir!

Með smá hártogun er hægt að gagnálykta á þá leið að Guð á himnum hljóti í sjáfu sér að vera sönnun þess að til sé einhverskonar líf fyrir utan Jörðina og óháð henni.

5. Annað vitsmunalíf er of fjarlægt til að við verðum vör við það
Eru önnur vitsmunasamfélög einfaldlega allt of langt í burtu til þess að við getum náð sambandi við þau? Ef fjarlægðin er hunduð eða þúsund ljósár og þá er vissulega líklegt að annað hvort samfélagið sé útdautt áður en nokkur vitræn samskipti geta átt sér stað. Gluggi tækifærisins er einfaldlega of lítill. Menn benda líka á að það eru innan við hudrað ár síðan við byrjuðum með vísindalegum og skipulegum hætti að fylgjast með merkjum um líf í geimum.  Við megum ekki vera svona óþolinmóð. Ef til vill eru merki á leiðinni og fjarlægðir í tíma eru ekki síður miklar en í vegalengdum.

6. Við erum ekki að hlusta á réttan hátt
AreciboMessageGetur verið að við séum að missa af merkjum sem er beint til okkar?  Ef til vill nota aðrar vitsmunaverur aðra tíðni en við leitum á, eða gagnaþjöppum sem við höfum ekki þekkingu á að brjóta upp. Hægt er að senda út radíómerki með ýmsum hætti. Skýr merki á ákveðin punkt eða merki sem ná yfir stærri radíus en verða óskýrari. 

Merkið sem við sendum út er svokallað Arecibo Message.  Í því eru settar saman ýmsar upplýsingar t.d. tölurnar frá einum og upp í tíu. Númer efnanna í lotukerfinu sem mynda efnin í DNA. Kóðuð mynd af manni. Kóðuð mynd af sólkerfinu. Svo geta menn pælt í því hvort það sé einhver sem skilur þetta!

7. Annað vitsmunalíf er á allt öðru tæknistigi
Einn möguleiki er að tæknistig vitsmunasamfélaga séu svo ólík að það hindri stórlega alla möguleika til samskipta. Eða að þróun vitsmunalífs leiði smátt og smátt til þess að það færi sig út úr hinum efnislega heimi yfir í einskonar sýndarheim sem við skiljum ekki enn.

8. Við erum tilraunadýr
Samkvæmt Dýragarðskenningunni (Zoo hypothesis) erum við tilraunadýr og vitsmunaverur, miklu þróaðri en við fylgjast með okkur. Ef til vill hafa þessir rannsakendur einhver inngrip í þróun lífs og menningar án þess að við höfum orðið vör við það. Hér er þessi kenning farin að tengjast sköpunarsögunni.

Ef til vill munu þeir láta vita af sér þegar við höfum náð ákveðnu tæknistigi eða eftir að við höfum komist á ákveðið stig siðferðis, t.d. hætt að berjast og heyja stríð. Trúi þessi hver sem vill!

9. Þeir eru of ólíkir
Ef til vill höfum við algjörlega ofmetið líkurnar á því að annað vitsmunalíf hljóti að vera í líkingu við okkar alien_smoking_poteigið.  Það er ekki víst að geimverur hafi tungumál, kunni að reikna, þekki eðlisfræðiformúlurnar okkar eða lotukerfið.  Noti ekki sömu orkugjafa, sömu tækni og sömu aðferðir til að leita að öðru lífi.

10. Þeir eru hér, en við vitum það ekki!
Getur verið að geimverur séu þegar á Jörðinni en fari huldu höfði í skjóli einhverra tæknilegra yfirburða eða séu hreinlega á einhverju öðru tilverustigi sem gerir það að verkum að við getum ekki skynjað þær?

Nú eða yfirvöld eða stofnanir á borð við NASA vita af geimverum en haldi upplýsingunum leyndum af öryggisástæðum. Það hafa svo sem verið settar fram óteljandi samsæriskenningar í þá veru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegar pælingar

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér finnast eitt og fjögur svo sem samrýmanlegar, þ.e. ef þú ert tilbúin að horfa fram hjá beinni og bókstaflegri túlkun sköpunarsögu Biblíunnar :) Takk fyrir fínan pistil.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.12.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegur pistill.

Ég held einmitt að tíminn sé aðalatriðið. Það þarf ekki aðeins að hitta á stjörnuna, heldur einnig tímann. Ein mannsævi á, segjum tveggja miljarða ára tímabili, er ekki stór gluggi. Ef aðrar vitsmnaverur eru að leita í geimnum eins og við, þá fá þær ekki merki frá okkur fyrr en eftir e.t.v. miljónir ára, og svo öfugt auðvitað. Þegar og ef við pikkum upp einhver merki, þá er næsta víst að það séu  gamlar fréttir.... mjög gamlar. Við getum því afskrifað "interactive" samskipti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Takk kommetarar!  Tíminn er vissulega stuttur Gunnar.  En ef vitsmunalíf í alheiminum væri jafn algengt og t.d. Carl Sagan og Frank Drake héldu fram þá ættu samt að vera töluverðar líkur á að við sæum einhverjar vísbendingar.  En auðvitað verða samskiptin tæplega í báðar áttir eins og þú segir!

Þorsteinn Sverrisson, 10.12.2008 kl. 22:06

5 identicon

Sæll,

Góð grein, langar að benda þér á að lesa um þversögn Fermis, hún er mjög fræðandi.

http://www.stjornuskodun.is/forsida/37-lif/110-tversoegn-fermis

 kv.

Hermann

Hermann Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband