20.12.2008 | 11:12
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annađ sem fellur
Einar á Efri-Hjalla
allskonar frćđi kann.
Snjókornin falla og falla,
fellur mér vel viđ hann.
Fegurđin upp til fjalla,
fyrst ţegar hana sá.
Snjókornin falla og falla,
féll ég í stafi ţá.
Ég ógćfu yfir mig kalla
ánetjast fjárhćttuspil.
Snjókornin falla og falla,
mér fellur ţó eitthvađ til.
Ţó ađ ég ýti á alla
enginn samt fćrist úr stađ.
Snjókornin falla og falla,
mér fallast hendur viđ ţađ.
Ingvar er alltaf ađ dralla,
annađ eins hef varla séđ.
Snjókornin falla og falla,
mér fellur ţađ ekki í geđ.
Hann var međ heilmikla galla,
hún var ógurlegt skass.
Snjókornin falla og falla,
hún féll eins og flís viđ rass.
Bćndur í sveitinni bralla
braska međ hrúta og ćr.
Snjókornin falla og falla,
ţađ féll á einn víxill í gćr.
Langan veg heimleiđis lalla
lúinn međ augu hvít.
Snjókornin falla og falla,
fell ég í svefn og hrýt.
Ţađ á ekki viđ um alla,
ég óvćntan glađning hlaut.
Snjókornin falla og falla,
mér fellur gćfan í skaut.
Eins og svarkur ég svalla
svartfullur verđ og ćr.
Snjókornin falla og falla,
ég féll á bindindi í gćr.
Dama er kölluđ Dalla,
Davíđ finnst ekki ljót.
Snjókornin falla og falla,
hann féll fyrir ţessari snót.
Ef blíđlega höfđinu halla
hún verđur kát og glöđ.
Snjókornin falla og falla,
allt fellur í ljúfa löđ.
Forynjur upp til fjalla
fara á stjá í kveld.
Snjókornin falla og falla,
mér fellur ketill í eld.
Ţú ert ekki međ öllum mjalla
ţćr mćltu og sendu mig heim
Snjókornin falla og falla,
ég féll ekki í kramiđ hjá ţeim.
Ýmsir mig aula kalla
ađ mér presturinn hló.
Snjókornin falla og falla,
er féll ég um koll og dó.
Um bloggiđ
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu fćrslur
- Sparnađur í Excel en ekki í alvörunni
- Einrćđa Guđs um framtíđ lífs á Jörđinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmađurinn
- Leitarvélar veita ţjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeđgar III
- Skáldfeđgar II
- Skáldfeđgar I
- Skilyrđi fyrir lífi eru margţćtt
- Lítil saga um verđskanna
- Fjórar vísur um sólarlagiđ viđ Faxaflóa
- Er rétt ađ allar auđlindir séu í ţjóđareign?
- Ţrúgur reiđinnar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Laglegt
, 20.12.2008 kl. 11:29
Ţú ćttir ađ gera meira af ţessu.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 21.12.2008 kl. 10:20
Nú "féll" mér allur ketill í eld, ertu skáld strákur? jólakv.
Helga R. Einarsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:16
Sniđugt...
Linda Lea Bogadóttir, 29.12.2008 kl. 23:47
Takk fyrir. Ţetta er undarleg árátta.
Ţorsteinn Sverrisson, 31.12.2008 kl. 10:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.