14.3.2009 | 14:09
Flanagan vill ekki flana að neinu..

Mér finnast þessar hugmyndir um að fella niður 20% allra íbúðalána bæði óréttlátar og erfiðar í framkvæmd. Í fyrsta lagi má spyrja sig hvort 20% breyti einhverju fyrir það fólk sem er mest aðstoðar þurfi og stjórnvöld ættu að einbeita sér að því að hjálpa.
Og svo er það hvernig á að reikna þessi 20%. Á maður sem skuldar 20 milljónir en á 10 milljónir á bankareikningi, 10 milljón króna bíl og hús á Spáni að fá jafn mikið niðurfellt og sá sem skuldar 20 milljónir og á ekki neitt?
Á að fella niður 20% skulda þeirra sem hafa tekið lán út á húsið sitt til að kaupa sumarbústað eða til að fjármagna neyslu?
Á að fella niður 20% skulda þeirra sem hafa keypt húsnæði til að leigja út?
Á að fellla niður 20% skulda þeirra sem hafa keypt sér allt of stórt húsnæði og láta þá sem sýndu meiri hófsemi greiða fyrir það?
Það eru margar hliðar á öllum málum. Og það er því miður oft þannig með opinber afskipti að þau ná ekki markmiðum sínum og virka jafnvel stundum þveröfugt.
![]() |
Þjónkun IMF við stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er meira vit í færslunni en Framsókn. Þetta 20% dæmi er óframkvæmanlegt og óréttlátt.
Villi Asgeirsson, 14.3.2009 kl. 15:08
Mér sýnist að þessi hugmynd framsókanr gangi ekki upp. Þó er eitt sjónarmið í þessu sem rétt er að skoða. Það er að ef erlendir kröfuhafar afskrifa eitthvað af þessu fé sem sett var á húsnæðislánamarkaðinn(lán sem bankarnir tóku erlendis og endurlánuðu hér) þá finnst mér eðlilegt að skuldarar njóti þeirrar afskriftar.
Ólafur Björnsson, 15.3.2009 kl. 21:27
ÆÆÆÆ - Óli minn. Eru ekki smælingjarnir hættir að gera ráð fyrir nokkru eðlilegu réttlæti?
Helga R. Einarsdóttir, 18.3.2009 kl. 17:54
Já það eru greinilega fleiri hliðar á þessu máli. Eins og á svo mörgum hlutum á þessu méli.
Þorsteinn Sverrisson, 20.3.2009 kl. 18:36
Það er satt að þetta virðist ekki réttlátt við fyrstu sýn, en ef þú setur málið þannig upp að í raun sé einungis verið að færa vísitöluna til 1. jan. 2008, frysta hana, þá hljómar þetta ekki svo vitlaust. Lán hafa hækkað um 20% og þá há lán meira en lág lán. Aðal vandamálið er að lánin eru ekki einungis hjá gömlu bönkunum, en ýmsir hafa bent á lausnir á þeim vanda. Ég tek fram að ég hef ekki kynnt mér málið nógu vel til að geta tekið afstöðu með eða á móti, en finnst þetta athyglisverðar tillögur.
Bendi á athyglisverðar greinar (blog) eftir Vilhjálm Þorsteinsson, Marinó Njálsson og Tryggva Þór Herbertsson.
Atli Geir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.