Flanagan vill ekki flana að neinu..

housemortgageÞað er ljóst að Mark Flanagan vill ekki flana að neinu eða gana eitthvað út í óvissuna. Framsóknarmenn eru alltaf jafn hugmyndaríkir.  Fyrst láta þeir hækka húsnæðislán upp í 90% af veðhlutfalli. Svo leggja þeir til að 20% af þessum lánum verði felld niður! 

Mér finnast þessar hugmyndir um að fella niður 20% allra íbúðalána bæði óréttlátar og erfiðar í framkvæmd. Í fyrsta lagi má spyrja sig hvort 20% breyti einhverju fyrir það fólk sem er mest aðstoðar þurfi og stjórnvöld ættu að einbeita sér að því að hjálpa.

Og svo er það hvernig á að reikna þessi 20%.  Á maður sem skuldar 20 milljónir en á 10 milljónir á bankareikningi, 10 milljón króna bíl og hús á Spáni að fá jafn mikið niðurfellt og sá sem skuldar 20 milljónir og á ekki neitt?

Á að fella niður 20% skulda þeirra sem hafa tekið lán út á húsið sitt til að kaupa sumarbústað eða til að fjármagna neyslu?

Á að fella niður 20% skulda þeirra sem hafa keypt húsnæði til að leigja út?

Á að fellla niður 20% skulda þeirra sem hafa keypt sér allt of stórt húsnæði og láta þá sem sýndu meiri hófsemi greiða fyrir það?

Það eru margar hliðar á öllum málum.  Og það er því miður oft þannig með opinber afskipti að þau ná ekki markmiðum sínum og virka jafnvel stundum þveröfugt.
mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er meira vit í færslunni en Framsókn. Þetta 20% dæmi er óframkvæmanlegt og óréttlátt.

Villi Asgeirsson, 14.3.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mér sýnist að þessi hugmynd framsókanr gangi ekki upp. Þó er eitt sjónarmið í þessu sem rétt er að skoða. Það er að ef erlendir kröfuhafar afskrifa eitthvað af þessu fé sem sett var á húsnæðislánamarkaðinn(lán sem bankarnir tóku erlendis og endurlánuðu hér) þá finnst mér eðlilegt að skuldarar njóti þeirrar afskriftar.

Ólafur Björnsson, 15.3.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

ÆÆÆÆ - Óli minn. Eru ekki smælingjarnir hættir að gera ráð fyrir nokkru eðlilegu réttlæti?

Helga R. Einarsdóttir, 18.3.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það eru greinilega fleiri hliðar á þessu máli. Eins og á svo mörgum hlutum á þessu méli.

Þorsteinn Sverrisson, 20.3.2009 kl. 18:36

5 identicon

Það er satt að þetta virðist ekki réttlátt við fyrstu sýn, en ef þú setur málið þannig upp að í raun sé einungis verið að færa vísitöluna til 1. jan. 2008, frysta hana, þá hljómar þetta ekki svo vitlaust. Lán hafa hækkað um 20% og þá há lán meira en lág lán. Aðal vandamálið er að lánin eru ekki einungis hjá gömlu bönkunum, en ýmsir hafa bent á lausnir á þeim vanda. Ég tek fram að ég hef ekki kynnt mér málið nógu vel til að geta tekið afstöðu með eða á móti, en finnst þetta athyglisverðar tillögur.

Bendi á athyglisverðar greinar (blog) eftir Vilhjálm Þorsteinsson, Marinó Njálsson og Tryggva Þór Herbertsson.

Atli Geir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband