Næstforkvinnan

tkoÞað er oft gaman að lesa fréttirnar á færeysku netmiðlunum.  Á www.kringluvarp.fo er sagt:

Íslendski Sjálvstæðisflokkurin hevur í dag valt nýggjan formann, eftir Geir Haarde. 

Nýggi formaðurin eitur Bjarni Benediktsson, meðan næstforkvinnan eitur Torgerður Katrin Gunnarsdóttir. Hon varð afturvald. Hetta veit íslendska kringvarpið, RÚV, at siga frá.

Landsfundurin valdi formann millum tinglimirnar Bjarni Benediktsson og Kristjan Thór Júliusson.

Næstforkvinna er frábært orð. Auðskilið og gegnsætt eins og svo mörg orð í færeyska málinu og væri hægt að nota í íslensku án vandræða. Jóhönnu Sigurðardóttur mætti á sama hátt kalla forkvinnu Samfylkingarinnar.

Hér eru að gamni nokkur fleiri færeysk orð úr bók sem ég las nýlega og væru fullbrúkleg í íslensku máli:
  Dálkaðir: Skornir/tálgaðir (í framan), þ.e. skylt dálkur er til í íslensku sem hnífur
  Fyrir tilvild: Fyrir tilviljun
  Fráskila: Afburðar, frábær
  Harðbalinn: Harðskeyttur
  Augleiddi: Horfði á / fylgdist með
  Óróaði: Truflaði
  Manningi: Maður
  Ávegis: Áleiðis
  Mótburður: Mótlæti
  Höfðum tilhald: Höfðumst við
  Vorum veðurfastir: Vorum veðurtepptir


mbl.is Þorgerður Katrín fékk 80,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Stórkostlegt mál, færeyskan, og oft svo rökrétt.

Bezt finnst mér þó orð þeirra yfir þá stofnun sem við nefnum því flatneskjulega orði háskóli. Í Færeyjum kallast hann fróðskaparsetur.

Ég þekki þó ekki orðið manningi í merkingunni maður. Manning gæti hins vegar þýtt áhöfn.

Emil Örn Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Takk fyrir kveðjuna Emil.  Jú manning er áhöfn eða hópur fólks, sé það núna.  En ekki síður gott orð :)

Þorsteinn Sverrisson, 30.3.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband