2.4.2009 | 18:35
....og enn kemur nýr skattur
Jæja, þá er maður búinn að skila framtalinu á www.skattur.is. Framtalsvefur RSK er líklega ein best heppnaða aðgerðin í rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Skattframtalið verður einfaldara með hverju árinu. Það er af sem áður var þegar maður þurfti að taka heila helgi í að berjast í gegn um pappíra, færa inn tölur og leggja saman með reiknivél. Nú tekur þetta smá stund og maður fær auk þess gott yfirlit yfir sínar gífurlegu eignir og örlitlu skuldir.
Það er bara eitt sem er að, manni finnst skattarnir alltaf vera of háir. En auðvitað eru þeir nauðsynlegir og maður á líklega að vera þakklátur fyrir að geta lagt eitthvað að mörkum fyrir þjóðfélagið í heild. En þá vill maður líka vera viss um að það sé verið að nýta fjármunina sem best.
Og þannig er að nú er kominn alveg nýr skattur - Útvarpsgjald. 17.200 krónur á hvern framteljanda. Fyrir mitt heimili eru þetta tæpar 70.000 krónur eða sem svarar ríflega matarinnkaupum fjölskyldunnar í heilan mánuð.
Gróflega reiknað þá er ríkisútvarpið að fá milli 3 og 4 milljarða á ári með þessum tekjustofni auk auglýsingatekna og sértekna. Og nú hvíslar litli frjálshyggjupúkinn í hægra eyrað á mér: Er það alveg öruggt mál að þessi þvingaða gjaldtaka auki lífsgæði fólks meir en ef það fengi að ráðstafa þessum peningum að eigin vild?
Eða væri hægt að auka hamingju fleiri með því að nýta þessa fjármuni til þess að hlynna sjúkum og fátækum?
Persónulega hlusta ég og horfi ekki mikið á ríkisfjölmiðlana. Stundum á fréttir og einstaka fræðsluþætti í sjónvarpi. Svo kemur fyrir að ég hlusta á áhugaverða þætti á Rás 1 fyrir svefninn.
Eiginlega átta ég mig ekki á hlutverki ríkisútvarpsins. Fyrir menninguna? Já en mér sýnist að það sé mest verið að endurútvarpa erlendum þáttum og sinfóníum. Í öryggisskyni? Já en þá væri nóg að hafa eina útvarpsrás. Fyrir frjáls skoðanaskipti? Já en það yrði til svigrúm fyrir margar útvarps- og sjónvarpsstöðvar ef ríkisfjölmiðlarnir hættu.
Svo fylgist maður með litlum einkastöðvum eins og Útvarpi Sögu, ÍNN og fleiri búa til mjög skemmtilega þætti með margfalt minni tilkostnaði en ríkisstöðvarnar - en þurfa samt að berjast um auglýsingar við þær. Ég hallast að því að hægt væri að nýta þessa fjármuni betur og virkja einkaaðila til að gera íslenskt menningarefni með margfalt minni tilkostnaði.
Það er bara eitt sem er að, manni finnst skattarnir alltaf vera of háir. En auðvitað eru þeir nauðsynlegir og maður á líklega að vera þakklátur fyrir að geta lagt eitthvað að mörkum fyrir þjóðfélagið í heild. En þá vill maður líka vera viss um að það sé verið að nýta fjármunina sem best.
Og þannig er að nú er kominn alveg nýr skattur - Útvarpsgjald. 17.200 krónur á hvern framteljanda. Fyrir mitt heimili eru þetta tæpar 70.000 krónur eða sem svarar ríflega matarinnkaupum fjölskyldunnar í heilan mánuð.
Gróflega reiknað þá er ríkisútvarpið að fá milli 3 og 4 milljarða á ári með þessum tekjustofni auk auglýsingatekna og sértekna. Og nú hvíslar litli frjálshyggjupúkinn í hægra eyrað á mér: Er það alveg öruggt mál að þessi þvingaða gjaldtaka auki lífsgæði fólks meir en ef það fengi að ráðstafa þessum peningum að eigin vild?
Eða væri hægt að auka hamingju fleiri með því að nýta þessa fjármuni til þess að hlynna sjúkum og fátækum?
Persónulega hlusta ég og horfi ekki mikið á ríkisfjölmiðlana. Stundum á fréttir og einstaka fræðsluþætti í sjónvarpi. Svo kemur fyrir að ég hlusta á áhugaverða þætti á Rás 1 fyrir svefninn.
Eiginlega átta ég mig ekki á hlutverki ríkisútvarpsins. Fyrir menninguna? Já en mér sýnist að það sé mest verið að endurútvarpa erlendum þáttum og sinfóníum. Í öryggisskyni? Já en þá væri nóg að hafa eina útvarpsrás. Fyrir frjáls skoðanaskipti? Já en það yrði til svigrúm fyrir margar útvarps- og sjónvarpsstöðvar ef ríkisfjölmiðlarnir hættu.
Svo fylgist maður með litlum einkastöðvum eins og Útvarpi Sögu, ÍNN og fleiri búa til mjög skemmtilega þætti með margfalt minni tilkostnaði en ríkisstöðvarnar - en þurfa samt að berjast um auglýsingar við þær. Ég hallast að því að hægt væri að nýta þessa fjármuni betur og virkja einkaaðila til að gera íslenskt menningarefni með margfalt minni tilkostnaði.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr. Þessi síðasta kveðja frá fráfarandi stjórnvöldum er eins og lokaatriðið í tragíkómísku gamanleikriti sem væri svos em ágætt nema gallinn er sá að það er raunverulegt og við erum öll þátttakendur hvort sem við viljum eða ekki. Auðvitað eiga allir ljósvakamiðlar að sitja við sama borð og njóta jafnræðis. Þeir gætu t.d. fengið greitt í hlutfalli við framboð sitt af innlendu efni. Í efnismöppunni um ríkisútvarpið á blogginu mínu eru pistlar sem ég hef skrifað um þetta núna í bráðum tvö ár. Bestu kveðjur til allra og gleðilega páska.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 12.4.2009 kl. 22:15
Jú Ragnar ég hef fylgst með greinargóðum skrifum þínum um þetta efni undanfarið og verið sammála þér. Man líka eftir skemmtilegu brasi þínu við útvarpsrekstur í Menntaskólanum Laugarvatni fyrir margt löngu :)
Þorsteinn Sverrisson, 13.4.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.