28.4.2009 | 18:54
Það er auðveldara um að tala en í að komast
Það er líklega búið að slá nýtt met í því að verða samdauna kerfinu. Búsáhaldafólkið barði nú og hrópaði út af öðru eins. Það er ekkert mál fyrir hugmyndaríkt og sniðugt fólk að búa til frasa til að réttlæta hvað sem er af þessu tagi. Við sjáum stjórnmálamenn gera það með orðaleikjum á hverjum degi. Þetta eru yndislegir frasar frá Borgarahreyfingunni:
"verðlaun fyrir áður unnin störf"
Hvert fór gagnrýnin á eftirlaunafrumvarpið? Eru eftirlaun ekki verðlaun fyrir "áður unnin störf" ?
Er algengt að menn fái verðlaun fyrir óunnin störf?
"ekki hefðbundin laun í skilningi þess orðs"
Nú, hvað eru þá hefðbundin laun? Eru rithöfundalaun ekki hefðbundin? Ég hélt að þau væru einmitt réttlætt með því að ríkið ætti að gefa góðum rithöfundum kost á því að hafa eitthvað til að lifa af meðan þeir væru að vinna við að skrifa eitthvað skemmtilegt. Þegar menn eru í fullri vinnu sem þingmenn þá eru menn bara ekki í annarri vinnu. Hvað merkir orðið gæðgisvæðing aftur?
"Borgarahreyfingin er ný hreyfing og hefur enn ekki náð að setja sér skrifaðar reglur í öllum málum"
Ja hérna. Það veitir kannski ekki af nokkrum listamannalaunum til að búa til skrifaðar reglur í ÖLLUM MÁLUM. Það eins gott að þau gleymi ekki einu einasta máli sem getur komið upp.
"né heldur að setja sér nákvæmar reglur varðandi öll önnur mál er upp kunna að koma við þá nýju stöðu að vera orðinn hluti af lögjaffarvaldinu"
bla bla bla. Það er um að gera að setja nákvæmar skriflegar reglur um allt. Það mun taka tímann sinn að lesa þær. Alls ekki nota siðferðisvitundina og réttlætiskenndina, það er ekki gott.
Þetta er alveg dásamlegt. Það er auðveldara um að tala en í að komast.
Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg fáránlegt ef hann ætlar að halda þessum launum. Fyndið að fólk geti talað um að það ætli að laga þetta og hitt en síðan þegar það er komið í þá stöðu sem fólkið var í sem það var að gagnrýna hvað gera þeir þá....????
Auðbjörg (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:12
Dómarasætið er bólstrað og mjúkt, en nú þarf dómarinn að dæma í eigin sök. Og þá fer hnífurinn að standa í kúnni (eða eigum við að segja Þránni?).
Ég hef keypt, lesið horft á og metið verk Þráins, allt þar til ég uppgötvaði að mér bæri að greiða honum fyrir þau með skattpeningum mínum til æviloka, óháð því hvað hann tæki sér fyrir hendur í framtíðinni.
Halldór Halldórsson, 28.4.2009 kl. 19:14
... og berið saman heiðurslaun Þráins, 200þús fyrir skatt, og eftirlaun Davíðs Oddssona, nærri tvær milljónir fyrir skatta.
Verk þeirra beggja koma til með að standa lengi.
Myndir Þráins fyrir komandi kynslóðir að skemmta sér við og læra um hvernig þjóðin var í raun og veru á þeim tíma sem myndirnar voru gerðar.
Og partý útrásarvíkinganna í boði Davíðs sem mun hvíla á okkur skattgreiðendum í næstu framtíð.
Hættið að röfla um þetta skitterí sem Þráinn fær. Fólk er alltaf tilbúið að gera algeran tittlingaskít að aðalmáli.
(Þráinn fellur örugglega af þingi í næstu kosningum)
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:21
Takið eftir eftir málflutningnum: Fyrst einn gerði svona mikið, þá hlýt ég að mega líka..... Er þetta fólkið sem ætlar að kenna okkur siðferði í stjórnmálum?
Halldór Halldórsson, 28.4.2009 kl. 19:27
Ég minni bara á heimsstyrjaldirnar 2, auk óteljandi stríðsátaka fyrr og síðar. Það dó þó enginn í þessu bankahruni okkar (nema þá í mesta lagi 1 eða 2 sem við vitum ekki af ennþá). Hættum nú að velta okkur upp úr svona tittlingaskít og hugsum í víðara samhengi :D
Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:22
Thad komu vöflur á karl greyid thegar hann fékk thessa spurningu í sjónvarpsthaettinum. Sem sagt hann hefur ekki innbyggdann hinn sidferdislega áttavita. Hann gat ekki tekid ákvördun um sín eigin mál sjálfur.
ÉG SPYR: ER EITTHVAD MED THENNAN MANN AD GERA Á ALTHINGI FYRIR BORGARAHREYFINGUNA?
ÉG SVARA: NEI!
Hann sýndi og sannadi ad hann er sem althingismadur fyrir hreyfinguna á gjörsamlega röngum forsendum.
Audvitad á hreyfingin ad kasta honum út. Hann er alls ekki talsmadur theirra mála sem hreyfingin stendur fyrir.
BURT MED BERTILSSON BURT MED BERTILSSON STRAX!!!
Ég sef nakinn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:04
Jón Óskarsson......altså..svo skal böl baeta ad benda á eitthvad annad? FÁRÁNLEGT.
Ég sef nakinn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.