29.4.2009 | 22:14
Hvar er Hvannadalur?
Jæja, þá er komið í ljós að það verður ekki gengið á Hvannadalshnjúk á föstudaginn eins og til stóð. Ég sem var búinn að gíra mig alveg inn á það. En það á að gera tilraun til þess á sunnudaginn, leggja af stað klukkan 1 um nóttina !!! Ég er að lesa mig til um fjallið núna. Margir bloggarar hafa skrifað um gönguferðir upp á þetta hæsta fjall Íslands sem er víst 2109 metrar skv nýjustu mælingum.
En ég fór allt í einu að velta þvi fyrir mér hvar þessi Hvannadalur er, eða hefur verið, sem fjallið dregur nafn sitt af. Ég finn hvergi neitt um það á google eða yahoo eða leit.is ???
Sé reyndar að það eru til dalir með þessu nafni hérlendis, en hvergi í nánd við Hvannadalshnjúk - reyndar einn í Suðursveit - en samt allfjarri.
Hér að neðan er hins vegar mynd frá Angelica Valley í New York fylki USA
Og þessi stúka heitir Angelica Valley og býr í Rio de Janeiro Brailíu
Svona finnur maður margt sniðugt á leitarvélunum.
En ég fór allt í einu að velta þvi fyrir mér hvar þessi Hvannadalur er, eða hefur verið, sem fjallið dregur nafn sitt af. Ég finn hvergi neitt um það á google eða yahoo eða leit.is ???
Sé reyndar að það eru til dalir með þessu nafni hérlendis, en hvergi í nánd við Hvannadalshnjúk - reyndar einn í Suðursveit - en samt allfjarri.
Hér að neðan er hins vegar mynd frá Angelica Valley í New York fylki USA
Og þessi stúka heitir Angelica Valley og býr í Rio de Janeiro Brailíu
Svona finnur maður margt sniðugt á leitarvélunum.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59971
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja þá eru ýmsir búnir að benda mér á hvað Hvannadalur er. Sigurpáll Ingibergsson Skaftfellingur og bloggvinur sendi mér eftirfarandi á facebook:
Hvannadalur er bakvið Svínafellsfjall. Austan undir fjallinu í 500-600 m hæð er Hvannadalur. Grösugt er þar með læknum sem rennur úr. Hvannadalskambur er fyrir dalbotni og tngist hann háum og tindóttum Hvannadalshrygg með Dyrhamri (1911 m) sem er þunn og há klettabrík með dyrum mót NV. Upp af Dyrhamri er vesturendinn á Hvannadalshnjúk.
Sigurpáll gekk á hnjúkinn þann 12. júní 2004 og tók þá þessa mynd
http://www.vatnajokull.com/hnjukurinn800.jpg
Vonandi verður jafn gott skyggni þegar við förum á sunnudaginn.
Þorsteinn Sverrisson, 30.4.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.