Merkilegur skortur á Hvítufjöllum á Íslandi

Nú eru tveir dagar þangað til við leggjum af stað upp á Hvannadalshnjúk.  Til stendur að fara úr bænum á laugardaginn, vera kominn austur í Freysnes um klukkan 17, borða kvöldmat, leggja sig til klukkan eitt um nóttina og fara þá af stað.  Þetta er alvöru píning.

Og þá heldur maður áfram að pæla í fjöllum og jöklum. Ég hef stundum verið að spá í hvers vegna svona fá fjöll á Íslandi bera nöfn eins og Hvítafjall, Hvítfell eða Hvítfjall. Nóg er um tignarleg fjöll hér á Fróni sem hafa snævi þakta toppa allt árið eða að minnsta kosti stærstan hluta ársins.

Í stuttri leit á netinu fann ég aðeins eitt dæmi um Hvítfell og eitt Hvítafjall á Íslandi.  Hvorugt þeirra dregur nafn sitt af hvítum snjó eða jökli, heldur af ljósu líbaríti.

En það vill nefnilega þannig til að Hvítafjall er eitt algengasta fjallsnafn í heiminum og mörg fjöll með því nafni á tungum heimamanna eru með hæstu og tignarlegustu fjöllum á hverjum stað, annað hvort jökultindar eða há snævi þakin fjöll.

Allir þekkja Mount Blanc, hæsta tind Alpafjalla, en nafn hans merkir einfaldlega Hvíta Fjall.

mountBlanc


Hið fræga fjall Mauna Kea á Hawaii er þekkt fyrir samnefnda stjörnurannsóknarstöð.  Nafn þess merkir Hvíta Fjall á máli Hawaii búa.

MaunaKea


Kilmanjaro er hæsta fjall Afríku. Talið er að nafn þess merki Hvíta Fjall á Swahili.

kilimanjaro


Þetta fallega fjall heitir White Mountain og er í Californíu.

white_mountain_CA


Í Rússlandi er þessi glæsilegi tindur sem heitir белая rора eða Hvíta Fjall.

белая_гора


Í Chile er fjallgarður sem heitir á Spænsku Blanca Montana.

BlancaMontana


Í Brasilíu er þetta fjall sem heitir á máli heimamanna Portúgölsku, Montanha Branca.

montanha_branca


Og í Guðbrandsdalnum í Noregi er frægt fjall Kvitfjell sem samnefndur skíðabær heitir eftir.

Kvitfjell


Hvað veldur því að landnámsmenn Íslands gáfu engu íslensku snævi þökktu háu og reisulegu fjalli nafni Hvítafjall veit ég ekki ?

Kannski hafa þeir gert það án þess að ég viti.  En þau eru þá altént ekki mörg eða fræg.


1.maí 2009: Bæti við tveimur Hvítufjöllum í viðbót (sjá athugsemdir).

Tenerife er eyja byggð um fjallið El Teide og er að rúmmáli, þriðja stærsta eldfjall veraldar. Tenerife heitir eftri máli innfæddra,  "tene-" (mountain) "-ife" (white).

Tenerife



Sjöundi hæsti tindur veraldar heitir Dhaulagiri sem þýðir Hvíta Fjall á máli heimamanna í Nepal.  Á fyrri hluta 19. aldar var Dhaulagiri talinn hæsti tindur heims af landafræðingum.

dhaulagiri_001



Gaman væri að fá fleiri ábendingar um Hvítufjöll hjá þeim sem lesa þetta blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Fín pæling. Flott rannsókn.   Kanski hefur hvíti liturinn verið of algengur hér á landi.

Ég fékk um daginn hugmyd um að ganga á litafjöll eða fell hér á landi. Mörg örnefni á Íslandi tengjast litum, t.d. Rauðhólar, Rauðisandur og Rauðifoss, og eru rauðir litir í örnefnum oftast skýrðir með lit berggrunns eða jarðefna. Hins vegar tengist blár litur í örnefni oftast fjarlægð og skýrist af áhrifum andrúmsloftsins á ljós. Grænn litur tengist yfirleitt gróðri.

Hér eru fellin:  Rauðafell, Grænafell, Bláfell, Svartafell, Hvítafell og Gráfell.   Ég er að spá i að reyna að ná þessari litaseríu á næstu tveim árum.

Hvítserkur er til, hann er fyrir austan. Hvítlækjarfjall einnig til. Svo eru Hvítá, Hvítalón, Hvítavatn, Hvítafell, Hvítahlið, Hvítavatn, Hvítanes, Hvítárbakki, Hvítárdalur, Hvítárdrög, Hvítárholt, Hvítármúli, Hvítárnes, Hvítaroddi, Hvítársíða, Hvítárvatn, Hvítárvellir, Hvítidalur og Hvíteyrar.

Sigurpáll Ingibergsson, 30.4.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Eitt fjall sem ég hef komið á, þó ekki toppað er El Teide.  Það er hæsta fjall Spánar og staðsett á Tenerife. Það er 3.718 metra hátt.

Tenerife er eyja byggð um fjallið El Teide og er að rúmmáli, þriðja stærsta eldfjall veraldar. Tenerife heitir eftri máli innfæddra,  "tene-" (mountain) "-ife" (white).

Því er enn eitt hvíta fjallið til.

Sigurpáll Ingibergsson, 1.5.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já það væri sniðugt viðfangsefni að ganga upp á öll litafjöll á Íslandi.  Eitt Rauðafell er fyrir ofan Úthlíð, tæplega 1000 metrar á hæð og ég væri til í að rölta upp á það með þér við tækifæri. Hef aldrei gengið þar upp sjálfur.

Margar ár heita Hvítá vegna mjólkurlitarins í jökulvatninu.  Svo eru til Svartár sem eru yfirleitt bergvatnsár og hafa líklega fengið nöfnin vegna dökks sandbotns. Eins eru til Rauðár, leirlitaðar og austur í Hreppum er til Blákvísl.

Og ef við förum út fyrir landsteinana þá eru til fjölmargar Hvítár í vesturheimi, Rio Blanco (spænska) eða Rio Blanco (portúgalska).  Einnig eru víða Rio Negro (Svartár).  Áin Red River (Rauðá) er þverá Mississippi á landamærum Texas og Oklahoma. Og ekki má gleyma Rio Tinto (Rauðá) sem samnefnt náma- og málmvinnslufyrirtæki ber nafn sitt af. En fyrirtækið á rætur sínar að rekja til vatnasvæðis Rio Tinto árinnar í Andalúsíu á Spáni þar sem mikið af málmum eru í jörðu, svo sem kopar sem gefur ánni rauðan lit.

Þorsteinn Sverrisson, 1.5.2009 kl. 12:09

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það er lengi hægt að leita. Sjöundi hæsti tindur heims er Dhaulagiri í Nepal. Dhaulagiri þýðir Hvíta Fjall.
http://en.wikipedia.org/wiki/Dhaulagiri

Þorsteinn Sverrisson, 1.5.2009 kl. 14:03

5 identicon

Hér eigum við hins vegar Snjófjöll, og Ljósufjöll, önnur orð en merkingin væntanlega sú sama..

Eiríkur (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Sverrisson

Höfundur

Þorsteinn Sverrisson
Þorsteinn Sverrisson
Tölvunarfræðingur, Árbæingur og Hrunamaður. Í Einherjaklúbbnum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 59971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband