27.5.2009 | 20:17
Ofar en Ísland í Ljóssteinungalandi
Nýlega þurfti ég að fara í vinnuferð til Liechtenstein ásamt félaga mínum Högna Eyjólfssyni. Ljóssteinungaland er ákaflega fallegt, ekki síst þegar það er komið í sumarbúninginn. Það er í raun aðeins lítil ræma meðfram Rín, Sviss er fyrir vestan en Austurríki fyrir austan. Einungis um 160 ferkílómetrar að stærð, eða álíka og lítið sveitarfélag á Íslandi. Við gistum í litlu þorpi sem heitir Triesenberg. Það er í hæðinni fyrir ofan höfuðborgina Vaduz.
Eftir stífan vinnudag er fátt betra en að hressa sig við með góðri gönguferð. Fyrra kvöldið gengum við út frá Triesenberg, út úr þorpinu og göngustíg upp hlíð fyrir austan þorpið og síðan niður aftur. Útsýnið var stórbrotið. Við vorum um tvo tíma á leiðinni og gengum rösklega. Víða lá göngustígurinn í gegn um skóg en á milli voru rjóður með gömlum húsum. Útsýnið var eins og á póstkorti eða úr ævintýrabókunum um Heiðu. Talsvert var af búpeningi þarna og víða gripahús með hlöðulofti þar sem kýr eru hafðar yfir vetrartímann frá nóvember fram í mars var okkur sagt af heimamanni. Einnig sáum við geitur, hross og asna.
Seinna kvöldið var markið sett hærra. Á hótelinu hafði ég séð kort af svæðinu og þarna blöstu við nokkrir flottir fjallstindar á bilinu 2000 - 2500 háir. Því er ekki að neita að það kitlaði hégómagirndina að komast á hærra fjall en Hvannadalshnjúk sem ég hafði gengið á um tveim vikum áður. Við ókum sem leið lá upp í fallegt skíðaþorp sem heitir Malbun. Þar var frekar eyðilegt og augljóslega meira mannlíf þar um vetur en að sumarlagi. Bjálkahúsin og hótelin stóðu auð og aðeins einn og einn bíll á stangli.
Við okkur blasti fallegur fjallahringur. Á flesta fjallstoppana höfðu verið settir krossar sem gera þá tignarlegri. Talsverður snær var ennþá í hlíðum fjallanna. Við hófum uppgönguna um klukkan fimm að staðartíma en þarna er þorpið í um 1600 metra hæð. Góðir göngustígar liggja upp fjallið og þræddum við þá að mestu en styttum okkur leið á köflum með því að fara beint upp brekkurnar í stað þess að ganga alla hlykkina. Þarna sáum við mikið af litlum jarðíkornum, Marmots. Brekkurnar voru sundurgrafnar af holum þessara kvikinda og þau hafa líklega verið nýlega vöknuð af vetrardvala.
Eftir ríflega klukkustundar gang vorum við komnir upp á tind sem á korti heitir einfaldlega Spitz (sem þýðir bara tindur sagði Högni mér). Hann er hluti af fjallgarði sem er kallaður Silvretta og rétt hjá er annar hærri tindur sem heitir Augstenberg. Þessi Spitz er 2186 metra hár. Hinum megin sáum við niður í fallegan dal Austurríkismegin. Augstenberg er hins vegar um 2300 metra hár. Við horfðum þangað og hefðum eflaust keifað þangað upp nema af því að okkur þótti veðurútlitið vera orðið heldur tvísýnt. Miklar drunur og skýjabólstrar voru í vestri. Við snerum því snarlega við og flýttum okkur niður. Og það skipti engum togum að það skall á þrumuveður og eldingum sló niður allt í kring um okkur þar sem við hlupum kengbognir niður brekkurnar í þesslags slagviðri að maður var holdvotur inn að skinni þegar við komum aftur að bílnum um klukkan sjö.
Það var mjög kærkomið að fá sér orkumikið pasta og bjór á veitingastaðnum við hliðina á hótelinu um kvöldið. Við hrósuðum happi yfir að hafa ekki fengið eldingar í hausinn en heimamenn sem við borðuðum með okkur í hádeginu höfðu sagt okkur frá því að nýlega hefðu tveir drengir í skólaferðalagi dáið af völdum eldingar þegar þeir leituðu skjóls í yfirgefnum kofa þarna á svæðinu.
Liechtenstein er einstaklega fallegt land en lítt þekkt á Íslandi. Heimamenn eru á hinn bóginn mjög meðvitaðir um Ísland þar sem við erum bandalagsþjóð þeirra í EES ásamt Noregi. Flestir fundir byrja á því að maður situr fyrir svörum um áform Íslands um aðild að Evrópusambandinu sem þeim hugnast lítt. Sjálfir vilja þeir forðast EB í lengstu lög og telja sér betur borgið með fullu sjálfstæði. Þeir óttast að það veiki sína stöðu ef þeir missa Ísland sem bandalagsþjóð og það sé ekki gott fyrir EES samninginn. Mig grunar að Ljóssteinungar séu vannýtt vinaþjóð okkar ef svo má að orði komast. Ég gæti trúað að þarna væru fleiri tækifæri í viðskiptum og samvinnu ýmiskonar. Í landinu eru frábærir möguleikar til útivistar. Mikið um stórbrotnar gönguleiðir og hjólastígar í fjöllunum að ógleymdum skíðasvæðunum á veturna. Margir ferðamenn koma þarna árlega til að stunda útivist. Það er galli að ekki skuli vera flogið beint frá Íslandi til Zurich, en þaðan er aðeins ríflega klukkustundar akstur til Vaduz höfuðborgar Ljóssteinunga eftir ákaflega fagurri leið. Frá Frankfurt er um þriggja tíma akstur.
Eftir stífan vinnudag er fátt betra en að hressa sig við með góðri gönguferð. Fyrra kvöldið gengum við út frá Triesenberg, út úr þorpinu og göngustíg upp hlíð fyrir austan þorpið og síðan niður aftur. Útsýnið var stórbrotið. Við vorum um tvo tíma á leiðinni og gengum rösklega. Víða lá göngustígurinn í gegn um skóg en á milli voru rjóður með gömlum húsum. Útsýnið var eins og á póstkorti eða úr ævintýrabókunum um Heiðu. Talsvert var af búpeningi þarna og víða gripahús með hlöðulofti þar sem kýr eru hafðar yfir vetrartímann frá nóvember fram í mars var okkur sagt af heimamanni. Einnig sáum við geitur, hross og asna.
Seinna kvöldið var markið sett hærra. Á hótelinu hafði ég séð kort af svæðinu og þarna blöstu við nokkrir flottir fjallstindar á bilinu 2000 - 2500 háir. Því er ekki að neita að það kitlaði hégómagirndina að komast á hærra fjall en Hvannadalshnjúk sem ég hafði gengið á um tveim vikum áður. Við ókum sem leið lá upp í fallegt skíðaþorp sem heitir Malbun. Þar var frekar eyðilegt og augljóslega meira mannlíf þar um vetur en að sumarlagi. Bjálkahúsin og hótelin stóðu auð og aðeins einn og einn bíll á stangli.
Við okkur blasti fallegur fjallahringur. Á flesta fjallstoppana höfðu verið settir krossar sem gera þá tignarlegri. Talsverður snær var ennþá í hlíðum fjallanna. Við hófum uppgönguna um klukkan fimm að staðartíma en þarna er þorpið í um 1600 metra hæð. Góðir göngustígar liggja upp fjallið og þræddum við þá að mestu en styttum okkur leið á köflum með því að fara beint upp brekkurnar í stað þess að ganga alla hlykkina. Þarna sáum við mikið af litlum jarðíkornum, Marmots. Brekkurnar voru sundurgrafnar af holum þessara kvikinda og þau hafa líklega verið nýlega vöknuð af vetrardvala.
Eftir ríflega klukkustundar gang vorum við komnir upp á tind sem á korti heitir einfaldlega Spitz (sem þýðir bara tindur sagði Högni mér). Hann er hluti af fjallgarði sem er kallaður Silvretta og rétt hjá er annar hærri tindur sem heitir Augstenberg. Þessi Spitz er 2186 metra hár. Hinum megin sáum við niður í fallegan dal Austurríkismegin. Augstenberg er hins vegar um 2300 metra hár. Við horfðum þangað og hefðum eflaust keifað þangað upp nema af því að okkur þótti veðurútlitið vera orðið heldur tvísýnt. Miklar drunur og skýjabólstrar voru í vestri. Við snerum því snarlega við og flýttum okkur niður. Og það skipti engum togum að það skall á þrumuveður og eldingum sló niður allt í kring um okkur þar sem við hlupum kengbognir niður brekkurnar í þesslags slagviðri að maður var holdvotur inn að skinni þegar við komum aftur að bílnum um klukkan sjö.
Það var mjög kærkomið að fá sér orkumikið pasta og bjór á veitingastaðnum við hliðina á hótelinu um kvöldið. Við hrósuðum happi yfir að hafa ekki fengið eldingar í hausinn en heimamenn sem við borðuðum með okkur í hádeginu höfðu sagt okkur frá því að nýlega hefðu tveir drengir í skólaferðalagi dáið af völdum eldingar þegar þeir leituðu skjóls í yfirgefnum kofa þarna á svæðinu.
Liechtenstein er einstaklega fallegt land en lítt þekkt á Íslandi. Heimamenn eru á hinn bóginn mjög meðvitaðir um Ísland þar sem við erum bandalagsþjóð þeirra í EES ásamt Noregi. Flestir fundir byrja á því að maður situr fyrir svörum um áform Íslands um aðild að Evrópusambandinu sem þeim hugnast lítt. Sjálfir vilja þeir forðast EB í lengstu lög og telja sér betur borgið með fullu sjálfstæði. Þeir óttast að það veiki sína stöðu ef þeir missa Ísland sem bandalagsþjóð og það sé ekki gott fyrir EES samninginn. Mig grunar að Ljóssteinungar séu vannýtt vinaþjóð okkar ef svo má að orði komast. Ég gæti trúað að þarna væru fleiri tækifæri í viðskiptum og samvinnu ýmiskonar. Í landinu eru frábærir möguleikar til útivistar. Mikið um stórbrotnar gönguleiðir og hjólastígar í fjöllunum að ógleymdum skíðasvæðunum á veturna. Margir ferðamenn koma þarna árlega til að stunda útivist. Það er galli að ekki skuli vera flogið beint frá Íslandi til Zurich, en þaðan er aðeins ríflega klukkustundar akstur til Vaduz höfuðborgar Ljóssteinunga eftir ákaflega fagurri leið. Frá Frankfurt er um þriggja tíma akstur.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 59970
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur greinilega verið skemmtileg ferð. Landslagið í Ölpunum er fallegt og tekur póstkortunum oftast fram. Svo þegar komið er upp í mikla hæð er loftið hreint, tært, svalt og ótrúlega hressandi. Ég ferðaðist um Alpalandið 1989, fór um Þýskaland, Sviss, Frakkland og Ítalíu og hef allar götur síðan langað að koma þangað aftur. Sérstaklega var ég hrifinn af litlu svissnesku bændabýlunum byggðum úr bjálkum. B.kv. Ragnar.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.7.2009 kl. 10:47
Gaman að þessu :) þetta hefur verið fín vinnuferð.
Auður Lísa (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:03
Já það er afar fallegt þarna eins og frægt er úr Heiðu-bókunum :)
Þorsteinn Sverrisson, 9.8.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.