15.10.2009 | 23:20
Dreifum byggðinni meira - ekki þétta hana
Auðvitað líður fólki betur þar sem það hefur pláss í kring um sig, opin gróðursvæði, landslag og hreint loft - eins og kemur fram í þessari frétt. Þess vegna hef ég aldrei skilið þá áráttu skipulagsfræðinga og stjórnmálamanna að vilja þétta byggðina alltaf meira og meira og láta fólk lifa eins og maura í mauraþúfu eða svín á svínabúi.
Þetta er sérstaklega ástæðulaust á landi eins og Íslandi þar sem er nóg pláss fyrir alla og nóg lífsrými. Við gleymum stundum hvað það eru mikil gæði fólgin í því. Ég er svo heppinn að búa i nágreni við Elliðaárdalinn og vildi ekki skipta á því og búa í blokk á miðju flugvallarsvæðinu í Reykjavík þar sem verið er að tala um að búa til 30 - 40 þúsund manna byggð!
Græn svæði, bæða geðgæði, þar er ró og næði og pláss fyrir útsæði, þetta er æði.....
Græn svæði bæta geðgæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Venjulega eru hús í Hollandi dýrust á þeim svæðum sem eru næst svk. grænum svæðum , ergo þeir sem búa næst þeim eru betur efnaðir, og hafa því efni á að gera betur við sjálfan sig á ýmsum sviðum sem skifta máli m.t.t heilsufars, svo hugsanlega gæti það verið aðaláhrifavaldurinn á útkomu svona rannsóknar, frekar en metrafjöldi búsetu frá grænkunni. Hitt er svo annað mál að það er alltaf notalegt að hafa þokkalega gróðurbletti í bland við steynsteypuna, og víst er að a.m.k miðhluti höfuðborgarinnar er allt of fátækur af þeim.
Bjössi (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 02:15
Þú gleymir því að með mikilli dreifingu á byggð þarf miklu meira landsvæði í gatnakerfi þannig að gróðinn sem kemur af dreifingunni hverfur nánast algjörlega í brýr, götur og hjólastíga.
Þétting byggðar þýðir ekki endilega að færa eigi húsin nær hvert öðru, það er hægt að þétta byggð gríðarlega með því að byggja t.d. 6 hæða hús í stað allra þessarra 3 hæða húsa sem byggð eru á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er hægt að hýsa tvöfalt fleiri á sama flatarmáli sem gefur miklu meiri möguleika á grænum svæðum inn á milli. Mikið af fjölbýlishúsum á Íslandi eru líka byggð með risastórum bílastæðum sem takmarka enn frekar grænu svæðin í staðinn fyrir að koma bílunum inn í bílastæðakjallara undir þessum íbúðarhúsum.
Í mjög mörgum tilvikum er líka hægt að bjóða upp á ódýrari minni íbúðir, fullt af fólki kæmist ágætlega af með miklu minni íbúðir en það hefur í dag og margir myndu vilja slíkt en valkosturinn er of dýr. Minni íbúðir geta þýtt fleiri íbúðir á hæð í fjölbýlishúsum og þar með enn fleiri íbúar á sama svæði en áður.
Þétting byggðar gerir líka almenningssamgöngur, reiðhjól og það að einfaldlega ganga mun raunhæfari kost en þær eru fyrir langflesta í dag. Það getur létt töluvert á þörfinni fyrir umferðarmannvirki og þar með gefið enn meira pláss.
Svo er líka hlutur sem hefur komist í tísku víða í stórborgum en það eru græn svæði ofan á háhýsum, þó það sé vissulega svolítið erfiðara á Suð-vesturhorni Íslands en víðast hvar annars staðar vegna vinda.
Gulli (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 09:05
Gleymdi að nefna að einfaldasta leiðin til að þétta byggð er í raun ein lítil reglugerðarbreyting. Í stað þess að það sé skylda að setja lyftu í öll fjölbýlishús sem eru fjórar hæðir eða meira eins og nú er, væri hægt að gera kröfu um að fjölbýlishús sem eru á tveimur hæðum eða fleiri verði að vera með lyftu. Það myndi þýða að þriggja hæða húsin (sem oft eru þrjár hæðir með hálfri aukahæð til að nýta plássið) yrðu óhagkvæm og að byggja hærra væri mun hagkvæmara þar sem lyfturnar eru dýrar. Þetta myndi sjálfvirkt leiða til gríðarlegrar þéttingar byggðar þar sem verið er að byggja nýtt.
Ofan á það myndi aðgengi fyrir fatlaða batna verulega.
Gulli (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 09:11
Jú það eru margar hliðar á þessu. Hárrétt hjá þér Bjössi að það þarf að taka alla svona tölfræði með varúð. Það er mikið birt af fréttum um rannsóknir á fylgni ákveðinna þátta þar sem manni finnst augljóst að aðrir áhrifaþættir rugla tengslin. Þar sem byggingarland er mjög dýrt eins og í Hollandi þá er það efnameira fólk sem hefur ráð á því að kaupa sér hús við græn svæði. Heilbrigt fólk er betur í stakk búið til að afla sér tekna og því mælast að sjálfsögðu minni geðsjúkdómar í þeim hópi. Fyrir nokkru síðan bloggaði ég um svipaða frétt þar sem mér fannst menn ekki draga réttar ályktanir http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/449607/
Það er líka rétt hjá þér Gulli að kostnaður við dreifingu byggðar er meiri og það eru ákveðnir kostir við að hafa byggð þétta. En mér finnst umræðan vera svo mikið í hina áttina að það sé nauðsynlegt að koma með sjónarmið um að dreifing byggðar hafi líka kosti. Íslendingar eru í annarri stöðu en margir aðrir þar sem við eigum nóg landrými. EItt sem virðist gerast við þéttingu byggðar er að þá verður meiri aðskilnaður á milli íbúðarhverfa og atvinnusvæða. Afleiðinginn verður meira álag á gatnakerfið. Þegar byggð er dreift þá dreifist álagið á gatnakerfið meira.
Þorsteinn Sverrisson, 17.10.2009 kl. 13:06
Já, Íslendingar þurfa að læra af löndum eins og Danmörku við byggingu á húsum og hverfum, oft eru neðstu hæðir fjölbýlishúsa verslunarhúsnæði eða skrifstofuhúsnæði eða einhver önnur slík starfsemi sem ekki fylgir mikill hávaði og er yfirleitt lokað á kvöldin.
Svo má líka læra svolítið af Bandaríkjamönnum við skipulag nýrra íbúðahverfa þar sem verslanir og þjónusta eru hugsuð sem hluti af hverfinu strax frá upphafi, ekki hnoðað utan á hverfin þegar allt er komið í óefni, sama með gatnamálin. Þannig hefði verið hægt að bæta mikið af höfuðborgarsvæðinu strax frá upphafi. Grafarvogurinn og Grafarholtið eru sérstaklega slæm dæmi.
Gulli (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.