19.10.2009 | 18:20
Spurningar um IceSave - og ef til vill svör....
Það er sumt sem ég skil ekki við Icesave. Ef það er rétt að það innheimtist allt að 90 prósent af eignum þrotabús gamla Landsbankans eins og kom fram í féttum um daginn. Ætti þá ekki 90% af eignasafni þrotabúsins (skuldabréf og önnur lán) að vera að skila vaxtatekjum sem fara langt með að dekka vaxtabyrðina sem er verið að semja um við núna?
Ég hef ekki heyrt neinar tölur um hvað þrotabúið er með í tekjur á ári en það væri fróðlegt að sjá þær.
Og ef það er hægt að fá svona mikið úr þrotabúinu, hvers vegna er þá ekki hægt að drífa í að selja þessar eignir til að létta á skuldabyrðinni.
En hvað um það. Ef það er raunin að við þurfum að greiða himinháar upphæðir í vexti, er þá ekki betra að bjóða íslendingum að kaupa IceSave skuldabréf sem ríkið gæfi út og greiða strax niður bresku og hollensku kröfurnar? Í dag eru 2000 milljarðar í innistæðum í íslenskum bönkum. Þannig að ýmsir lúra á peningum:)
Það er fátt um góða fjárfestingakosti á íslenskum fjármálamarkaði í dag og því gæti þetta verið kærkomið.
Það yrði miklu sársaukaminna fyrir ríkið að greiða Íslendingum þessa vexti heldur en þessum andskotum í Hollandi og Bretlandi. Og vextirnir færu þá inn í íslenska hagkerfið þegar ríkið greiddi þá út.
Ég hugsa að margir vildu kaupa svona skuldabréf af þegnskap á þessum tímum. Ekki síst lífeyrissjóðir. Þetta væri þjóðarátak.
Smá brandari í lokin: Maður nokkur fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði til að framleiða mannbrodda á Bretlandsmarkað þar sem gamalt fólk dettur oft í hálku yfir vetrartímann. Nafnið á vörunni þótti sérstaklega frumlegt, nefnilega "Icesave".
Ég hef ekki heyrt neinar tölur um hvað þrotabúið er með í tekjur á ári en það væri fróðlegt að sjá þær.
Og ef það er hægt að fá svona mikið úr þrotabúinu, hvers vegna er þá ekki hægt að drífa í að selja þessar eignir til að létta á skuldabyrðinni.
En hvað um það. Ef það er raunin að við þurfum að greiða himinháar upphæðir í vexti, er þá ekki betra að bjóða íslendingum að kaupa IceSave skuldabréf sem ríkið gæfi út og greiða strax niður bresku og hollensku kröfurnar? Í dag eru 2000 milljarðar í innistæðum í íslenskum bönkum. Þannig að ýmsir lúra á peningum:)
Það er fátt um góða fjárfestingakosti á íslenskum fjármálamarkaði í dag og því gæti þetta verið kærkomið.
Það yrði miklu sársaukaminna fyrir ríkið að greiða Íslendingum þessa vexti heldur en þessum andskotum í Hollandi og Bretlandi. Og vextirnir færu þá inn í íslenska hagkerfið þegar ríkið greiddi þá út.
Ég hugsa að margir vildu kaupa svona skuldabréf af þegnskap á þessum tímum. Ekki síst lífeyrissjóðir. Þetta væri þjóðarátak.
Smá brandari í lokin: Maður nokkur fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði til að framleiða mannbrodda á Bretlandsmarkað þar sem gamalt fólk dettur oft í hálku yfir vetrartímann. Nafnið á vörunni þótti sérstaklega frumlegt, nefnilega "Icesave".
Fjárlagaagi verður erfiður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.