19.10.2009 | 18:20
Spurningar um IceSave - og ef til vill svör....

Ég hef ekki heyrt neinar tölur um hvað þrotabúið er með í tekjur á ári en það væri fróðlegt að sjá þær.
Og ef það er hægt að fá svona mikið úr þrotabúinu, hvers vegna er þá ekki hægt að drífa í að selja þessar eignir til að létta á skuldabyrðinni.
En hvað um það. Ef það er raunin að við þurfum að greiða himinháar upphæðir í vexti, er þá ekki betra að bjóða íslendingum að kaupa IceSave skuldabréf sem ríkið gæfi út og greiða strax niður bresku og hollensku kröfurnar? Í dag eru 2000 milljarðar í innistæðum í íslenskum bönkum. Þannig að ýmsir lúra á peningum:)
Það er fátt um góða fjárfestingakosti á íslenskum fjármálamarkaði í dag og því gæti þetta verið kærkomið.
Það yrði miklu sársaukaminna fyrir ríkið að greiða Íslendingum þessa vexti heldur en þessum andskotum í Hollandi og Bretlandi. Og vextirnir færu þá inn í íslenska hagkerfið þegar ríkið greiddi þá út.
Ég hugsa að margir vildu kaupa svona skuldabréf af þegnskap á þessum tímum. Ekki síst lífeyrissjóðir. Þetta væri þjóðarátak.
Smá brandari í lokin: Maður nokkur fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði til að framleiða mannbrodda á Bretlandsmarkað þar sem gamalt fólk dettur oft í hálku yfir vetrartímann. Nafnið á vörunni þótti sérstaklega frumlegt, nefnilega "Icesave".
![]() |
Fjárlagaagi verður erfiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.