3.5.2007 | 18:30
Hvaðan koma skattarnir ?
Í gær bloggaði ég um hvernig skattpeningum er eytt (sjá hér). Nú skulum við skoða hvaðan skattarnir koma og hvernig það hefur breyst á þessu kjörtímabili. Aftur hef ég tekið upplýsingar af
vef fjármálaráðuneytisins. Skattekjur ríkisins hafa í heild hækkað um tæp 44% síðan 2003 miðað við að fjárlögin 2007 standi lítið breytt.
Langmest hlutfallsleg aukning hefur verið í sköttum á lögaðila þ.e. tekjuskatti fyrirtækja, eða um 219%. Einnig hefur orðið veruleg aukning á skatttekjum einstaklinga og virðisaukaskatti. Það er athyglisvert að þar sem skattprósentan hefur verið lækkuð mest, þar hafa skatttekjurnar aukist mest. Það hlýtur að vera mjög jákvætt ef hægt er að lækka skattprósentur með þeim afleiðingum að skatttekjur aukist. Spurningin er hvort við séum komnir niður að vendipunktinum í hinni frægu Laffer-kúrfu sem sýnir tengsl skatttekna og skattprósentu.
Við hljótum að vilja skoða alvarlega hvort við getum ekki gengið lengra í lækkun á skatthlutföllum ef það getur blásið enn meiri krafti í efnahagslífið, ef það hjálpar íslenskum fyrirtækjum enn meira til að stækka og laðar erlend fyrirtæki til landsins. Mér finnst það mikil þröngsýni að vera á móti því að lækka skatthlutföll ef það getur leitt til hærri skatttekna og þannig betri þjónustu um leið og álögur
á hvern einstakling og hvert fyrirtæki lækkar.
Sumir hægri menn gagnrýna það að skatttekjur hafi aukist sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Ég tek undir að það er þróun sem þarf að snúa við. Það er síðan dáldið fyndið að ríkisstjórn sem talin er mikil hægri stjórn skuli hækka skatttekjur ríkisins og vera gagnrýnd af vinstri mönnum fyrir það!
Fyrir síðust kosningar töldu margir vinstri menn að það ætti ekki að lækka skatthlutföll og jafnvel hækka þau (þetta sama fólk segir reyndar í dag að það myndi ekki hækka skatthlutföll ef þau kæmust til valda núna!!!!). Það væri gaman að eiga tímavél og geta spólað til baka fjögur ár og athugað hvernig þjóðfélagið hefði þróast ef þessari stefnu hefði verið fylgt. Það er amk. ljóst að þá hefði ekki verið hægt að auka jafnmikið framlög til velferðarmála og menntamála. Væri þá betra að eiga heima á Íslandi ?

Langmest hlutfallsleg aukning hefur verið í sköttum á lögaðila þ.e. tekjuskatti fyrirtækja, eða um 219%. Einnig hefur orðið veruleg aukning á skatttekjum einstaklinga og virðisaukaskatti. Það er athyglisvert að þar sem skattprósentan hefur verið lækkuð mest, þar hafa skatttekjurnar aukist mest. Það hlýtur að vera mjög jákvætt ef hægt er að lækka skattprósentur með þeim afleiðingum að skatttekjur aukist. Spurningin er hvort við séum komnir niður að vendipunktinum í hinni frægu Laffer-kúrfu sem sýnir tengsl skatttekna og skattprósentu.
Við hljótum að vilja skoða alvarlega hvort við getum ekki gengið lengra í lækkun á skatthlutföllum ef það getur blásið enn meiri krafti í efnahagslífið, ef það hjálpar íslenskum fyrirtækjum enn meira til að stækka og laðar erlend fyrirtæki til landsins. Mér finnst það mikil þröngsýni að vera á móti því að lækka skatthlutföll ef það getur leitt til hærri skatttekna og þannig betri þjónustu um leið og álögur

Sumir hægri menn gagnrýna það að skatttekjur hafi aukist sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Ég tek undir að það er þróun sem þarf að snúa við. Það er síðan dáldið fyndið að ríkisstjórn sem talin er mikil hægri stjórn skuli hækka skatttekjur ríkisins og vera gagnrýnd af vinstri mönnum fyrir það!
Fyrir síðust kosningar töldu margir vinstri menn að það ætti ekki að lækka skatthlutföll og jafnvel hækka þau (þetta sama fólk segir reyndar í dag að það myndi ekki hækka skatthlutföll ef þau kæmust til valda núna!!!!). Það væri gaman að eiga tímavél og geta spólað til baka fjögur ár og athugað hvernig þjóðfélagið hefði þróast ef þessari stefnu hefði verið fylgt. Það er amk. ljóst að þá hefði ekki verið hægt að auka jafnmikið framlög til velferðarmála og menntamála. Væri þá betra að eiga heima á Íslandi ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að hlutföllin á þessari mynd eru rétt á þessari Laffer kúrvu þá er 50% skattur hámörkum skattekna ríkissjóðs
Ætli það sé þess vegna sem meira segja Vinstri Grænir eru farnir að viðurkenna þessa kúrvu.
Hinrik Már Ásgeirsson, 4.5.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.