28.1.2007 | 17:26
Fyrsta bloggfærsla
Er einn heima að ná mér eftir flensu og datt inn á þetta bloggsvæði af moggavefnum. Ég hef verið áskrifandi að mogganum síðan ég flutti til Reykjavíkur 1984. Var með hita í allan gærdag og í hálfgerðu móki en svaf þokkalega í nótt eftir að hafa tekið paratabs og er hressari í dag. Var búinn að vera slappur síðustu viku en harkaði samt af mér og mætti í vinnuna. Er enda að upplagi hraustur og ekki kvillasækinn.
Á föstudagskvöldið komu til okkar félagar úr Barcelonaferð síðatliðið vor og við vorum að skoða myndir, drekka og kjafta til kl. tvö. Það hefur líklega verið gott fyrir veirurnar sem þó eru að lúta í lægra haldi núna. Myndin sem ég setti hérna á prófílinn er einmitt af einum kubbnum. Þarna er ég á fyrsta teig á Sant Joan golfvellinum við Barcelona, nýbúinn að slá eitt af mínum frægu 250 metra upphafshöggum á miðja braut. Þetta var mjög góður völlur og ekki síður Masia Bach völlurinn sem við spiluðum á í sömu ferð en margir kannast við samnefnd vín sem framleidd eru á þessum búgarði af sömu fjölskydu.
Á bíórásinni er að klárast myndin Mean Girls með Lindsey Lohan í aðalhlutverki. Ágæt mynd og vel leikin.
Horfði áður á kastljósið og svo landsleik Íslendinga og Þjóðverja.
Reikna ekki með að verða virkur bloggari en ég er að minnsta kosti búinn að fara í gegn um uppsetninguna.
Um bloggið
Þorsteinn Sverrisson
Nýjustu færslur
- Sparnaður í Excel en ekki í alvörunni
- Einræða Guðs um framtíð lífs á Jörðinni
- Leifur Eiríksson kemur alltaf aftur
- Taflmaðurinn
- Leitarvélar veita þjónustu
- Eitt sinn skal hver deyja
- Náttúruleg óhreinindi eru hollari en aukaefni
- Skáldfeðgar III
- Skáldfeðgar II
- Skáldfeðgar I
- Skilyrði fyrir lífi eru margþætt
- Lítil saga um verðskanna
- Fjórar vísur um sólarlagið við Faxaflóa
- Er rétt að allar auðlindir séu í þjóðareign?
- Þrúgur reiðinnar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning